Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 57

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 57
er varpar fegurð yfir lífið. Og þetta ber oss að gera, ekki að eins til þess að gera beinar brautir hans út á við, heldur jafnframt til þess, að gera oss sjálfa hæfa til þess að þekkja hann, er hann kemur. Vér verðum að keppa að því, að láta hugann dvelja sem mest við komu hans, er vér vinn- um dagleg störf vor, og búast við þvi, að hann geti komið þegar áður en þessi kynslóð líður undir lok. Ég vil leyfa mér að lesa yður fáein orð úr fyrirlestri Mrs. Annie Besants, orð, sem ég vil biðja yður að ihuga sem bezt. Hún segir: »Og ef vér skyldum geia orðið svo mörg, að oss tœkist að hafa veruleg áhrif á almenningsálitið, pá þyrfti liann ekki að sœla liatri og árásum, er liann slœði milt á meðal vor. Og þá mundi hann ekki dvelja með oss að eins þriggja ára skeið, því að kœrleikur vor mundi ekki sleppa honum, því að kœrleikur vor mannanna fœr bundið, jafnvel sjálfan kœrleiks- meistarann. Pá munum vér, sem liöfum kostað kapps um að líkjast honum og þráð að komast í liina lieilögu návist hans, sjá hann, konung sannleikans, með vorum eigin augum, þekkja liann, frœðarann œðsta, er hann, áður langt um líður, kemur aftur og gengur um kring og kennir liér á jörðu.« Hann spurði, er hann var hér siðast, hvort hann mundi íinna trú á jörðinni, er hann kæmi aftur. En hann fékk þá ekkert svar við þeirri spúrningu. Og henni hefur ekki verið svarað siðar á öldum. Og vér getum ekki heldur svarað henni enn þá. Já, skyldi hann finna trú i heiminum, er hann kemur? Vér vitum það ekki. En hitt vitum vér, hvort vér álítum, að hann muni finna trú hjá sjálfum oss, er hann kemur, áður langt um líður. Vér ættum því að reyna að gleyma sjálfum oss í þjónustu sambræðra vorra, reyna af öllum mætti að lifa þannig, að vér getum fagnað honum, 55

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.