Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 67
★
★
★
★
★
★
★
★
Hreyfing jafndægrahnútanna
og koma mannkynsfræðarans.1
Stjörnuspekin er án efa ein af þeim elztu fræðum, sem
mennirnir hafa fengist við. Ilún er móðir nútiðar stjörnu-
fræðinnar. Margt ber vitni um það, að hún hafi verið iðkuð
frá ómunatíð. Fornegiftar og Kaldear voru kunnir fyrir
stjörnuspekisþekkingu sína og almæli var það, að Bahýlómu-
menn væru stjörnuspekingar miklir. í Tíbet hefur stjörnu-
speki verið stunduð frá alda öðli og á Indlandi, vöggu Indo-
evrópeiskra þjóða eða Aríanna, hefur hún verið aðalþátlur-
inn í andlegu lifi hinna sérstöku sérfróðu manna — vitring-
anna — enda er stjörnuspekisþekking í Austurlöndum á
miklu hærra stigi en hún hefur enn náð hér í álfu og
Vesturálfu heims. Hún var kend í leyndardóms-skólum
Egifta og Grikkja og er þaðan komin til Vesturlanda.
Margir hinna frægustu manna hér í áll'u, á öllum öldurn,
hafa fengisl við hana og má meðal þeirra nefna stjörnu-
1 Grein þessi er að nokkru leyti samin með liliðsjón af greinar-
korni, er birtist í marz-hefti »Modern Astrology« þ. á., sem er timarit
stjörnuspekinga og er geíið út í Lundúnum. ./. Á.
65