Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Síða 74
mannkyninu; það verður öld bræðralags, þjónustu, fórnfýsi
og við vonum allsherjarviðurkenning guðspekinnar.
I5á komum við að steingeitarmerki. Er það mjög annars
eðlis en merki þau, er hér hafa verið gerð að umtalsefni;
það er í miklu nánara sambandi við hið efnislega lif, en
hin, og mundi því í fljótu bragði vú'ðast svo, sem mann-
kyninu ætti mjög að hraka á því timabili. En ráðsályktanir
guðdómsins eru alfullkomnar og því er nær að halda, að þá
komi hinir guðdómlegu konungar til jarðarinnar, til þess
að stjórna þjóðunum og leiðheina þeim, eins og þeir gerðu
einu sinni endur fyrir löngu, þegar mannkynið var á því
stigi að geta meðtekið leiðsögn þeirra og stjórnvizku. —
Konungar og rikjastjórnendur standa sem sé í nánu sam-
handi við steingeitarmerkið, Satúrnus og sól.
Við erum þá komin um 5000 ár fram í tímann og svona
mætti halda áfram óallátanlega og fara hvern 25,868 ára
hringinn á fætur öðrum, þvi þróunarsaga mannkynsins er
rituð á veggi himins.
.7ó/i Árnason,
prentari.
72