Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 7
IÐUNN]
Hjúpmyndin í Sais.
Eftir
Friedrich von Schiller.
[í Sais í Egyptalandi var frægt ísis-musteri og mentaból
til forna. Pangaö leituðu unglingar sér fræðslu og tóku
hverja vigsluna á fætur annari um leið og þeir komust af
einu Iærdómsstiginu á annað, unz þeir voru fullnuma og
fullvígðir. Hin hjúpaða ísis-mynd, er prestarnir þjónuðu,
álti að vera imynd leyndardóma tilverunnar og þvi mátti
enginn snerta helgihjúp hennar, hvað þá heldur reyna að
lyfta honum, fyr en honum leyfðist það, cf hann átti ekki
að hafa verra af. Um þetta ræðir einmitt hið fræga kvæði
Schillers, sem hér birtist í ísl. þýðingu.]
Unglingur, sem áköf sannleiksþrá
til öldunganna frægu hafði rekið,
er sátu duldum sannleiksbrunnum hjá
í Sais, — nú margt eitt stigið hafði tekið.
En sveinninn lét ei sannleiksþránni í
segjast, hvað sem vépresturinn sagði.
Hann mælti svo: ,Ei mér er gagn að því,
þótt mola’ eg fái.‘ En öldungurinn þagði.
Og aftur bætti unglingurinn við:
,Á sannleikurinn skylt við skemtan, unað,
er skamta megi líkt og holdsins munað?
Er öll þín speki í þessu einu falin,
að atvik nokkur séu tínd og talin,
sem telur verðmæt þú? Mér ekkert lið
í slíkum speki-sparðatíning sýnist,
þótt spari’ hann leit og fræðin síður týnist.
Sannleikann allan fýsir mig að finna
sem fullkomnastan, nægir ekkert minna!
Iðunn V.
1