Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 14
8
Pelle Molin:
| IÐUNN
eins og alt þetta hrikalega landslag vermist og vikni
við, og þá eru fá lönd, sem grípa mann svo föstum
tökum sem þessi fjallabygð. Óli var hár eins og
drangur, hárið því nær jafn-gulleitt og árlöðrið og
hann varð harður í horn að taka og hlífði sér
hvergi, er hann fór að finna til kraftanna. En enginn
gat heldur hrifið eins og hann, er hann vildi það
við hafa, með eldmóði hjartans. —
Hér haga menn biðilsförum sínum svo, að pilt-
arnir heimsækja stúlku þá, sem þeir leggja hug á,
á laugardagskvöldum og hvíla hjá henni i fötunum
fram eftir nóttu. Þannig hafa menn hér um slóðir
hagað biðilsförum sínum frá ómunatíð; þannig bað
pabbi mömmu og afi ömmu svo Iangt aflur, sem
menn frekast muna. Og það er ekki talin nein van-
virða fyrir þann, sem knýr á, né heldur fyrir stúlk-
una, sem opnar. Dagsannirnar gefa unga fólkinu hér
engati tíma lil að elta hvað annað á röndum og lala
fagurlega, eins og hefðarfólkið hefir til siðs; slíkt
kæmi bændafólki að litlu liði. En nóttin skapar
einlægnina. Pað sem elskendunum þá fer á milli,
kemur þeim einum við, enda eiga þau lengst að því
að búa; og biðilsfarir eru ekkert opinberl málefni.
Löndin suður-um-á og norður-um-á voru alveg
aðskilin, þótt þau tilheyrðu sama hreppnum, og
sjaldan fór nokkur piltur yfir ána til þess að biðja
sér stúlku. En Óli var nú á öðru máli. Eilt síð-
sumarkvöldið fór hann niður að ferjustaðnum, ýtli
bát sínum á flot og reri yfir um, gekk í hægðum
sínuin upp þá hina bröttu brekku, er lá að bæ
Zakaríasar og barði á gluggann hjá Ingibjörgu. En
í það skiftið varð hann að snúa heim við svo búið.
Viku síðar kom hann aftur og á sama hált; þá stóð
hún við gluggann og vissi, hver kominn var. En upp
lauk hún ekki að heldur. Hið þriðja sinnið halði