Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 56
| IÐUNN
Jón Ólafsson
blaðamaður.
Eftir
Þorst. Císlason.
I.
í grein Ágústs H. Bjarnason prófessors um skáld-
skap Jóns Ólafssonar, sem »Iðunn« kefir áður flutt,
er prentað stutt kvæði á norsku, sem J. Ól. orti
vorið 1873, 23 ára gamall, til þess að fagna norska
eimskipinu »Jón Sigurðsson«, er þá kom hingað í
fyrsta sinn og átti að opna landinu nýjar samgöngu-
og verzlunarleiðir út á við. Líti menn yíir þetta
kvæði nú og athugi viðtökurnar, sem það fékk,
þegar það kom fram, að höfundurinn var dæmdur i
háa fjársekt fyrir kvæðið, — þá sjá menn, hve stór-
vægileg breyting hefir orðið á ástandinu hér og
hugsunarhættinum frá þeim tímum, er J. 01. var
að byrja hér blaðamensku, fyrir nálægt 50 árum. í
kvæðinu segir, að danskir ránfuglar hafi rúið landið,
og síðar er vikið að því, að forlögin hafi skilið ís-
land og Noreg, en nú séu þau lönd aftur að hneigj-
ast hvort að öðru, og má skilja þetta sem ósk um
sameining íslands við Noreg og skilnað frá Danmörk,
þótt ekki sé það beint sagt og hinn skilningurinn
liggi eins nærri, að höf. sé að eins að láta þá ósk í
ljós, að ísland hneigist til viðskifta við Noreg. En
þótt sá skilningur sé beinlínis lagður í ummælin, að
höf. sé að óska eftir skilnaði frá Danmörk, þá varðar
slíkt engum vítum nú. Um það mál getur hver og
einn talað og kveðið eftir vild, án þess að yfirvöldin