Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 70
<34
Þorst. Gislason:
l IÐUNN
farinn vetur hafði hann dvalið í Khöfn um tima og
gefið />Skuld« þar út, en nú kom hún út í Reykja-
vík. Litlu síðar keypti hann »Þjóðólf« og sló »Skuld«
saman við hann. Var hann svo ritstjóri »ÞjóðóIfs«
fram til ársloka 188^ en jafnframt hafði hann um
eitt skeið skrifstofustarf á landshöfðingjaskrifstofunni
og fleiri aukastörf hafði hann á hendi á þessum ár-
um, þvi blöðin hér voru þá lítil, og ekki nægilegt
starf fyrir einn mann, að sjá um útgáfu þeirra hvers
um sig. Aðalblöðin voru »Þjóðólfur« og »ísafold«, og
síðan »Fjallkonan«. Á fyrstu árunum, sem J. Ól. var
við »Þjóðólf«, gaf Gestur Pálsson hér út »Suðra«.
Hann var stjórnarblað. Urðu um hríð illvígar blaða-
deilur milli þeirra J. Ól. og G. P. En eftir að Gestur
hætti blaðamenskunni urðu þeir mestu mátar, og
munu hafa verið það jafnan úr því. Þegar »Suðri«
var fallinn úr sögunni, varð »ísafold« það blaðið,
sem sljórnin hafði einkum stuðning í, en »Þjóðólfur«
og »Fjallkonan« urðu andófsblöð, og stóð svo alt
fram undir aldamótin, eða til þess, er deilurnar hóf-
ust um »valtýskuna«. En snemma á ári 1887 seldi
J. Ól. »Þjóðólf« og hætti við blaðamensku, eftir að
hafa fengist við hana samfleytt í 10 ár. Varð hann
þá forstöðumaður prentsmiðju og bókaverzlunar Sig-
fúsar Eymundssonar og gegndi því starfi, þangað til
hann fór í annað sinn til Ameríku veturinn 1890.
Stóð hann þá á fertugu.
Á árunum eftir að J. Ól. fluttist til Reykjavíkur og
fram til 1890 virðist mér svo sem meira kveði að
þingmenskustarfi hans en blaðamenskustarfinu. Hann
lét mörg mál til sín taka á alþingi og álit hans fór
þar mjög vaxandi. En af ritstörfum liggur ekki mikið
eftir hann á þessum árum, og ljóðagerð sína leggur
hann nú að mestu leyti á hilluna. Nokkur af þess-
um árum var hann, eins og áður segir, ritstjóri
»Þjóðólfs«, annars af helztu blöðum landsins á þeim