Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 107
IÐUNN1
Ragna.
101
hefði vorkent veslings Halldóri. — Nú heldurðu
sjálfsagt, að ég beri gremju til hans, af því hann
hefiir ekki kornið hingað í nokkra daga og ekkert
sagt mér af veitingunni, en svo er ekki. En ég er
samt öskrandi bálvond, en læt þó ekki á því bera.
En það er satt! Ekki getur þú gert að þvi, að
Halldór er þessi dóni við mig.
Eitt þykir mér við þig, ég hefi aldrei sagt neitt í
þá átt, er geti gert þér gramt í geði, viðvíkjandi því
undarlega »tilfelli« og dæmalausa smekkleysi, að
kasta kærleik þínum á þetta landbúnaðarnaut; en þú
ætlar alveg að rifna af öfund, þegar þú heyrir Hall-
dór nefndan.
Ég skal með ánægju hlusta á hjal ykkar um mykju
og moldarhauga, guðsorð og græna bala, grasbala og
þvottabala; en það ætlar að líða yfir þig, af heilagri
vandlæting, þegar ég segi, að ég þekki ekkert inn-
dælla en skemtilega karlmenn. Eg er hreinskilin,
þess vegna er ég illa liðin af þér og öðrum heilögum.
Á ég að segja þér, hvað ég sagði í vor þegar þú
fórst? Ég sagði ella, mella, kúadella, kross! Ham-
ingjunni sé lof, að hún er farin. — Nú þrútnarðu af
reiði. En ég sá fijótt, að þetta var skakt, því þú
varst góð fyrir »fimta hjól« á vagninum í Bíó, það
var svo ágætt að fara í kringum þig.
Eg hefi — því miður — ekki þína góðu hæfileika
til að skrökva og hræsna fyrir sjálfri mér og öðrum.
Þegar þú biðst fyrir með búfræðingnum þinum og
hann blessar þig með sveittum höndunum, álitur þú
ykkur bezta fólkið, og »berandi krafta hins unga
íslands« — svo ég vitni í ræðu kúadrengsins þíns —.
En ef ég segi blátt áfram og umsvifalaust, að Hall-
dór sé sá einasti, sem vert sé að kalla mann, hér á
voru landi íslandi, ælla augun að springa út úr
höfðinu á þér yfir því, að ég skuli vera svo ósvífin,
að lála mér slíkt um munn fara.