Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 35
IÐUNN]
Dvöl mín meðal Eskimóa.
29
við nú höfðum séð; að vísu höfðum við trúað því,
sem okkur hafði verið sagt, en við höfðum einhvern
veginn ekki áttað okkur á því, og Natkúsíak þreyttist
ekki á að stagast á: — »Þetta eru ekki Eskimóar —
þeir bara búa sig, tala og breyta eins og Eskimóar.«
— Og þetta fanst mér nú raunar líka.
það er örðugt, þegar maður hvarflar huganum yfir
ára bil, að rifja upp fyrir sér jafnvel þær sterku
tilfinningar, sem straumhvörfin í lífi manns vekja
hjá manni. Morguninn, sem þessir níu karlmenn og
drengir stóðu andspænis mér í röð á ísnum, rétt
fyrir framan kofa sína úr snjó og skinnum, vissi ég,
að ég stóð augliti til auglitis við merkilega vísinda-
lega uppgötvun. Hinar norrænu bókmentir höfðu
verið mér kunnar svo að segja frá blautu barnsbeini.
Ég vissi, að stundum höfðu þúsund og stundum
hundruð Norðurlandabúa eða Englendinga horfið svo
inn í þoku norðurhafa, að ekkert spurðist til þeirra
síðan; og þegar ég nú horfði á þessa menn, sem
líktust svo mjög Norðurálfumönnum þrátt fyrir bún-
ing sinn og loðfeldi, þóttist ég vita, að ég hefði
annaðhvort ratað á síðasta kaflann í og þar með
fáðninguna á einni af raunasögum liðna tímans, eða
að ég hefði bætt við einni nýrri ráðgátu, sem fram-
tíðin yrði að ráða: þeirri ráðgátu, hvers vegna þessir
menn líktust svo mjög Evrópumönnum, ef þeir voru
ekki af þeim komnir. En þótt atvik þetta spanaði
upp í mér alt það, sem í mér er af skáldi og fræði-
manni, varð ég þó að minnast þess, að skrifpappír
minn var af skornum skamti, og að ákveðin lýsing
á því, sem mér fyrst kom til hugar við þessar stað-
reyndir, mundi vera meira virði en þótt ég færi að
fylla dagbók mína heilabrotum. Dagbókarbrot mín
eru nú sjaldan orðmörg og oft sundurlaus; þau hafa
nefnilega aldrei verið hripuð niður með þeirri fyrir-
ætlun, að þau ættu að birtast óbreytt; þar eru dul-