Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 16
10
Pelle Molin:
IIÐUNN
Og nú leið langur tími svo, að hann kom ekki
yfir um.
Aldrei sótti heldur Ingibjörg dansinn. Og ekki sá
hann Zakarías, og einmana var hann. Það var eins
og fólk véki úr vegi fyrir honum. Hann reyndi að
skrifa henni bréf, en gat aldrei fengið af sér að biðja
neinn fyrir það. Eldur brann í sál hans og herfinu
kastaði hann þá til og frá eins og staf sínum; og er
löngunin settist að hjarta hans, ýtti hann svo á eftir
plóghestunum, að þeir fóru því sem næst á harða
brokk.
Laugardagskvöld eitt á síðhausti setti hann kóf-
sveitta eikina inn fyrr en hann var vanur, en þann
dag hafði hann plægt með þeim nýtt land eins og
vitlaus maður. Siðan gekk hann í stofu, át svo
sem ekkert, en sat og horfði yfir ána. Svo sló
hann hnefanum í borðið og bað um heitt vatn.
Gamla konan, sem hafði jafn-mikla virðingu fyrir
syni sinum eins og manni, fékk nú fætur og flýtti sér.
Stundu síðar sat hún tárvotum augum við glugg-
ann og með kökk í hálsinum.
Óli gekk nýrakaður og sparibúinn niður með girð-
ingunni og hvarf að baki hlöðunni. En gamla konan
sat og beið. Stundarkorni siðar sá hún hann róa
fram og aftur á ánni, en hún vissi sem var, að hon-
um mundi ekki vera nein alvara með að veiða ur-
riða í það sinnið. Fyrst þegar komið var kolniða-
myrkur, gekk hún andvarpandi að hlóðunum og setti
upp kaffiketilinn.
Daginn eftir lá Óli rúmfastur — illa leikinn,
snej'ptur og þögull. —
Mönnum varð skrafdrjúgt um það í sveitinni, hvað
við hefði borið um nóttina. Óli hafði fengið ráðningu,
það var nú áreiðanlega vist. Hann hafði nú loks
fengið að kenna á ofurefli. En ekki var laust við, að
ósigurinn yrði honum til ofurlítillar sæmdar. En