Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 133
IÐUNN1
Svonefnd persónuskifti
og skýring þeirra.
[Christine L. Beauchamp.]
Dr. Morton Prince, sálsýkisfræðingur, sem á
heima í iíoston í Bandaríkjunum, heíir í bók sinni:
The dissociation of a personalitg (= Upplausn persónu
einnar, 2. útg., N.-Y. 1913) lýst stúlku, sem hann
nefnir Chr. L. Beauchamp (frb. á ensku: bídsjam,
frönsku: bósjang'), er um nokkurra ára bil var tví-
og jafnvel þríklofin, þ. e. hafði tvær til þrjár mis-
munandi persónur í sér fólgnar og jafnvel fleiri, alt
að sjö mismunandi persónum, ef hún var dáleidd,
unz loksins tókst að lækna hana með því að sameina
allar þessar persónur eða persónuslitur og koma
henni í samt lag aftur, eins og hún hafði verið frá
upphafi vega sinna.
Par eð nú saga þessarar stúlku varpar svo skýru
ljósi yíir þau persónuskifti, sem svo oft gera vart við
sig bæði í móðursýki, dáleiðslu og mókleiðslu (trancej,
þykir rétt að gefa ofurlítinn útdrátt úr henni, jafn-
framt og reynt verður að koma mönnum í skilning
um, af hverju þessi persónuskifti stafa.
Ein af þeim þrem persónum, sem stúlka þessi
hafði að geyina, var sjúklingur sá, sem kom til
Morton Prince í fyrsta sinn vorið 1898. Má nefna.
hana B I. Þetta var mjög prúð og yfirlætislaus stúlka,
er stundaði nám í einum æðri skóla (college) og var
ákaílega iðin og samvizkusöm og í almennu uppá-
haldi. En af tómri samvizkusemi haí'ði liún gengið
svo fram af sér við námið — hún hafði hlotið verð-