Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 132
126
Brandes: Um ástandið á Rússlandi.
iðunn )
Svona er þá ástandið á Rússlandi í stórum drátt-
um. En hvað kemur það oss eða réttara sagt heim-
inum við? Getum vér ekki sagt eins og sagt var
fyrir stjórnarbyltinguna miklu: »Syndaflóðið eftir
okkar dag!« — Ekki er það víst. Því nú stendur
hnífurinn í kúnni með friðarsamningana. Bandamenn
hafa vikið stórlega frá friðar-forsendum Wilson’s og
sett Þjóðverjum afarkosti, sem tvísýna er á að þeir
taki. Og verkamenn í öllum löndum, jafnvel i sjálfu
Englandi, andmæla friðarskilyrðunum og gerast
harðorðir í garð stjórna sinna. Rússar hafa sagt
Rúmenum stríð á hendur til þess að ná í kornekrur
þeirra og brjólast siðan inn í Mið-Evrópu. Og ein-
staka maður á Þýzkalandi heíir við orð að greiða
nú götu Rússa alla leið að landamærum Frakklands.
Og hvernig færi þá? Ætli Bandamönnum tækist þá
að kæfa bálið? Eða ætli úr þessu geti orðið nýtt
alheimsbál, ægilegra en hið fyrra? Um það skal engu
spáð. En útlitið er næsta ískyggilegt. Og alt er þetta
fyrir það, að þjóðirnar gátu ekki verið nógu liðlegar
í friðarsamningum sínum, lálið réltlætið og sáttfýsina
ráða. — Það hefnir sín! — Og því er nú útlitið
aftur svo vofeilegt. En hætt er við, að vatnsbyssa
friðarfundarins orki ekki miklu á móti »rauðu hætt-
unni« að austan, ef hún fer nú að breiðast út um
alla Evrópu. —
Þeim, sem kynnu að efast um, að hér sé hælta á
ferðum, mætti benda á tvent, annað það, að nú eru
öll fangelsi í Strassborg full af frönskum hermönnum,
sem gert hafa uppreisn gegn lieraganum, og margir
hafa þegar verið dæmdir til Jífláts af herréttinum og
skotnir; hitt er hin blóðuga Canadian-uppreisn í
Rhyl-herbúðunum i Wales. Geta má þess og, að Bolsje-
víka-lýður kvað nú liafa lagt undir sig Lissabon og aðra
bæi í Portúgal. Svo að bálið er að breiðast út, jafnvel
til landa Bandamanna. Og hver veit hvar þetta lendir?