Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 36
30
Vilhjálmur Stefánsson:
1IÐUNN
ræðar styttingar, og sögnum hleypt úr, — og þó skal
ég nú tilfæra brot úr dagbók minni frá 16. maí 1910,
þar eð það kann að þykja merkilegra en þótt ég nú
færi að setja saman einhverja orðfegri lýsingu, úr
því það er nú einu sinni skrifað á slaðnum daginrt
sem ég fann »Hvítu Eskimóana«. Viðaukum þeim,
sem óhjákvæmilegir eru til þess að gera hitt skiljan-
legt, er bætt við innan sviga.
»Nú skil ég, hvers vegna fólkið við Kap Bexley
(Eskimóarnir, sem við fyrst fundum), heldur að ég
sé Eskimói. Hér eru þrir menn, sem eru næstum
eins litir á skeggið og ég og líkjast hreinum Skan-
dinövum. Það er eins og Natkúsíak segir: ^Þrír
þeirra likjast hvitum framskipsmönnum á hvalveiðara,
og — eru þeir ekki gríðar-stórir? Og einn þeirra líkist
»Portugee-manni« (orðið »Portugee« nota Ameríku-
menn til þess að tákna með innborna menn á Kap
Verde-eyjunum). Hjá Kap Bexley fólkinu hafði ég
tekið eftir því, að oft eru fáein Ijós hár í yfirskeggi
margra karlmannanna þar og stundum lika í höku-
skegginu. Sumir þeirra hafa dökkjarpt yíirskegg,
hlutur sem ég hefi aldrei séð fyrir vestan (við Meck-
enzie River og Alaska). En hér (á Victoríu-eyju) eru
menn með mikið þriggja þumlunga langt hökuskegg,
ljósbrúnt í jöðrunum, en dekkra uppi á hökunni.
Andlit þeirra og líkamslimir minna á þrekna, sól-
brenda, en að eðli til Ijósleita Skandinava. í*eir (þrír
skeggjuðu mennirnir) líkjast mjög hver öðrum, þótt
engir tveir þeirra séu sammæðra; og allir líkjast þeir
mjög íslendingi einum, sem ég þekki, Sigurjóni
Sveinssyni, í Mountain, Norður Dakóla, eins og hann
leit út kringum 1895. Sá sem líkist »Portugee-manni«
hefir ógnlitið hrokkið hár — álíka og ég. Ein stúlkan,
um tvítugt, hefir eins fíngerða andlitsdrætti og sjá
má hjá sumum Norðurlandastúlkum, en það hefi ég
að eins séð hjá einni hálfhvítri stúlku vestra (við