Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 20
14
Pelle Molin:
[ IÐUNN
búa um þig. — Og svo henti hann Zakarías endi-
löngum í brauðtrogið, svo að deigið skvetlist upp
um hann. — Ligðu nú hérna, hvæsti Óli um leið
og hann hélt honum með annari hendi, en sletti á
liann deiginu með hinni. — Hérna er nú brekán,
sem ég ætla að breiða ofan á þig, og sé þér orðið
kalt á löppunum, er bezt að ég breiði ofan á þær
líka; og svo að þú getir nú skammast þín eins og
þér ber, þá skal ég nú líka breiða upp yíir höfuð á
þér — og svo geturðu sneypst lil að fara að sofa!
Svo vatt hann sér á burt.
Alt var komið í fasta svefn, þegar Óli kom heim.
Hann var ekki ánægður með síðustu tiltektirnar.
Það mátti guð vita, að það tók hann sárt, að of-
beldið skyldi þannig þurfa að fylgja honum í biðils-
förum hans.
Hann vakti vinnupiltinn; þeir lögðu á hestana í
kyrþey, og í náttmyrkrinu óku þeir nú alt hvað aflók
niður á þjóðveginn. —
Tveggja sumra sól leysti snjóa afhnjúkunum í Árdal,
og tveggja vetra frost hlóð frosthryggi milli þorpanna
í dalnum, áður en Óli kæmi heim aftur. Eftir það
bar ekkert til tíðinda um nokkurra ára skeið. Óli
hafði gengið í einhverskonar skóla þar syðra og var
nú orðinn hinn stiltasti til orðs og æðis og það svo,
að sumum þótti nóg um. Hann hélt sig því nær sem
fyrirmann og gekk við staf á helgum. Var hann
kjörinn í hreppsnefnd og gerðist atkvæðamaður um
mörg mái; jafnframt gerðist hann leiðtogi yngri
manna og bazt fyrir ýmis nýmæli, er engum hefði
getað til hugar komið fyrir nokkrum árum; og þótt
mótspyrnan olaði sínu mannýga höfði gegn þeim,
fór hann rólega að öllu og bar oftast hærri hlut.
Við kosningar og í hreppsnefnd bar nú aftur fund-
um þeirra Óla og Zakaríasar saman. En áður höfðu