Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 25
IÐUNN]
Karlar í krapinu.
19
nú líklegast bezt að nota tækifærið, á meðan hús-
bóndinn er ekki heima.
Og Zakarías var all-ófrýnn á svipinn, er bann
sagði þetta.
— Jæja — varð Óla að orði og augun ljómuðu;
— ég ræ yfir um, ég skal yíir um þann dag í dag og
það upp á stundina! En — og svo skók bann hnef-
ann framan í Zakarías — komist ég yíir heilu og
höldnu og þér nokkru síðar, — þá skal ég, skal ég,
— ja, ég veit ekki, hvað ég geri.
Síðan stökk hann niður að ferjunni, steypti ferju-
karlinum á hausinn, er hann vildi hamla honum, og
stökk út í bálinn. Það sauð um hnýfilinn. Fyrstu
áratökin leit hann á árarnar og síðan á keipana
og allan ára-umbúnaðinn. En það var ekkert að því
að finna.
Ivarlarnir æptu á árbakkanum, en ekki heyrði
liann hvað, enda vildi hann ekki heyra það. Nú var
það Ingibjörg og hamingjan með henni, sem hann
lagði lífið í sölurnar fyrir.
ísinn hafði lagt alstaðar meðfram árbökkunum tiu
álnir frá landi. Reyndi hann fyrst að smeygja sér
milli lagnaðaríssins og ísrekans og komst nokkrar
álnir, en svo sat hann fastur. Fáeinuin augnablikum
síðar var hann kominn af stað aftur og bar nú yfir
um. En lítið miðaði og árekstur á hverju augnabliki.
Ymist varð hann að stjaka sér upp í strauminn eða
undan honum lil þess að komast hjá stærstu jökun-
um. Árin misti íspyrnunnar og eins og í leiðslu kafaði
hann með henni án þess að hann sæi, að hann
næði nokkurs staðar árvatninu.
Nú tók að dimma. En því gaf hann engan gaum,
fyrri en hann var kominn í algert strand þó nokkuð
langt úti. Ferjustaðinn . hafði hann haft fyrir neðan
s>g, er hann lagði upp. Nú var hann neðar. Foss-
hljóðið færðisl nær og lét hátt í fossinum. Ingibjörg