Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 129
IÐUNN ]
Um ástandið á Rússlandi.
123
2. Að þér séuð komnir til þess að hjálpa rússnesku
þjóðinni.
Þetta er ekki rétt. Miklu fremur styðjið þér að því
að steypa þjóð vorri, sem er úttauguð af striðinu,
út í nýja styrjöld. Vér þörfnumst ekki ófriðar. Vér
þörfnumst friðar.*
»það sé nú fjarri mér,« segir Brandes, »að halda
því fram, að sá stuðningur, sem Bandamenn hafa
veitt Tsjekkó-Slövum, sé eina orsökin eða jafnvel
höfuðorsökin til eymdar þeirrar, er nú rikir í Rúss-
landi. Þó liggur í augum uppi, að það var hræði-
legt ólán fyrir rússnesku þjóðina, að Síberíu var
lokað, því að auðvitað hefir þetta magnað hungurs-
neyðina og hungurvílið, en það heíir framar öllu
öðru orðið orsök hinna miklu ránferða og yfirleitt
þeirrar lílilsvirðingar á lögum og rétti, sem nú á sér
stað á Rússlandi.-------
Hinurn skynsamari Rússum er það ljóst, að það
er jafn-ómögulegt að ælla sér að sigra bolsjevismann
með vopnum, eins og það er ókleift að lækna kýli,
sem stafar af blóðeitrun, með skurði. Kýlið kemur
aftur og aflur. Alt er undir því komið, að takast
megi að lækna sjálfa eitrunina.
Nú heldur Lenin því fram, að þar sem hann sé
sð gerbreyta þjóðfélagsskipuninni með því að afnema
eignarrétlinn, þá sé það til þess að tryggja verka-
öiönnum afraksturinn af starfi sinu, en að Tsjekkó-
Slavar þjaki aftur á móti verkalýðnum, hvar sem
þeir nái sér niðri. Hann heldur því fram, að í Samara
hafi t. d. verkalýðurinn verið búinn að fá átta-stunda
vinnutímann viðurkendan, en nú hafi það aftur verið
afnumið. Yfirleitt segir hann, að öllum samtökum
verkamanna, iðnfélögum þeirra og þvl. hafi verið
htrýmt af þessum erlendu hersveitum í þágu fáeinna
Sróðabrallsmanna, auðkýíinga og fyrverandi herfor-
iogja, er auðvitað vilji einir öllu ráða.