Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 113
IÐUNNI Stgr. J.: Útbr. rafra. hér á landi. 107
stöðvarnar komu og tengdust saman. Nú eru menn í
þann veginn að fá samhangandi leiðslukerfi yfir heil
ríki. Smástöðvarnar leggjast ekki niður, ef þær eru
hentugar. Þær vinna með stórstöðvunum, og allar
Veita þær aflinu i leiðslurnar út um alt landið. En
úreltar stöðvar eða óhentugar geta ekki unnið með
og leggjast því niður.
Auk þess sem stöðvarnar stækkuðu, hefir orðið
mikil fullkomnun á gerð þeirra og á öllum vélum
Qg tækjum, sem að rafmagnsneyzlu lúta. Áhöldin
Verða einföld og fábreytt; stöðvarnar verða sam-
kynja. Alt miðar að þvi, að ákveða fyrirfram beztu
§erð véla og tækja, er reynzlan hefir kent mönnum,
°g sjá um, að einungis bið bezta sé smiðað (miðar
að því að standardisera og normalisera). Smiðjurnar
geta þá gert blutina fyrirfram. Það verða færri hlutir,
sem gera þarf. Smíðarnar verða ódýrari og greiðari.
Þessi framþróun hefir haft það í för með sér, að
sífelt fjölgar þeim mönnum, sem aðnjótandi verða
rafmagns, og framleiðslukostnaðurinn fer stöðugt
^kkandi þannig, að rafmagn getur æ betur kept við
ðnnur öfl, sem standa til boða. Það ryður sér til
rúms á nýjum sviðum í sífellu. Það skipar öndvegi
úl Ijósa og allrar iðnaðarvinnu og er að ryðja sér
úl rúms til suðu og hita.
Og nú kemur rafmagnið hingað. Hvaða erindi á það
hingað? Hvernig eigum við að taka á móti því? Eða
hið sama: Hvernig getum við bezt fært okkur reynzlu
ahnara í nyt? Það eru rafveitur til almenningsþarfa,
^ai' með talinn minni háttar iðnaður, sem hér er
att við.
Erindið verður vitanlega það, að veita mönnum
öeyzluafl til allra þeirra hluta, sem með þarf. Og
^arkmiðið á að vera, að hver maður á landi hér
fai kost á nægilegu rafmagni.
Við verðum að taka á móti rafmagni svo hentug-