Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 99
IfiUNN1
Launamáliö.
93
hún stakk upp á, næðu of skamt. Slíks mun naum-
ast að vænta hér, ef nokkuð má ráða af anda þings-
ins á síðustu árum. En þó væri þess full þörf. Því
að þegar um samkomulagstilraunir er að ræða, þá
eru kröfurnar aldrei nema hálfar.
Kröfur embættismannanefndarinnar eru mestmegnis
bygðar á reikningi, sem háskólinn hefir gert um árs-
útgjöld embættismannsheimilis i Reykjavík. En há-
skólinn reiknar ofan í embæltismanninn hvern bita
og sopa, en tekur svo lítið tillit til annara þarfa
hans og lífsþæginda, að undrum sætir. Til dæmis
má taka, að þar eru reiknaðar 25 krónur til ferða-
laga, og að mig minnir enginn eyrir annar til eyðslu,
nema fáeinar krónur fyrir tóbak. Haldið þið að hann
skvetti sér ekki upp í sumarfríinu fyrir 25 krónur!
Hann gæti kannske farið í automobil inn að Hellir-
ám. Þó gæti ég trúað, að hann yrði að spara við
sig kvöldmatinn daginn eftir, til þess að koma kassa-
bókinni í rélt horf, eftir svo mikla óreglu.
Nei, það má spyrja hvern mann að því, sem nokkra
peninga heíir handa á milli og nokkurt skyldulið
helir fram að færa, sem teljandi sé, hvað hann þurfi
til þess að lifa á hér í Reykjavík. Svarið skal ekki
'verða undir 1000 krónum á mánuði, ef hann lifir
svo sem manneskju sæmir og lætur ekki hús sitt eða
fjármuni aðra grotna niður í skitinn fyrir hirðingar-
teysi. Þetta er ekki heldur neitt undarlegl. 12000
krónur eru nú ef til vill ekki meira virði en 3600
krónur áður, eða þar í kring. Eg man svo langt
að 3600 krónur þóttu engin ósköp. Embættismaður-
inn, sem þykist lifa á 7—8000 krónum á ári, heldur
alls ekki heimilinu við. Það koslar kannske 3—400
krónur, ef liann þarf að kaupa tjalddruslur fyrir
gluggana í íbúðinni, eða dúkbleðil á gólíið.
Og þó er það versta eftir. Það mun vera viðar en