Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 78
72
Þorst. Gíslason.
[ I8UNN
til 1911, eru mestu ófriðarárin, sem yfir hafa komið
í íslenzkri blaðamensku. Beri menn saman ádeilu-
greinar Jóns frá þessum árum og æskuárunum,
munu menn sjá, að þær greinarnar, sem hann skrif-
aði um sextugt og þar eftir, eru miklu hvassari en
hinar, sem hann skrifaði, þegar hann var um tvítugt.
En þessu stríði lauk svo, að Heimastjórnarflokkurinn
vann við þingkosningarnar 1911 enn stærri sigur en
Sjálfstæðisflokkurinn hafði unnið við kosningarnar
1908. Jón var mjög fylgjandi samkomulagstilraunum
þeim um sjálfstæðismálið, sem gerðar voru 1912, en
lítið eða ekkert varð þó úr, þegar á reyndi. Á alþingi
1913 kom enn fram sundurlyndi í Heimastjórnar-
flokknum og var Jón þar í minni hluta klofningnum.
Þá í árslokin hætti hann við blaðamensku fyrir fult
og alt og gaf sig allan við orðabókarstarfi sínu það
sem eftir var ævinnar.
Um nær hálfrar aldar skeið var Jón Ólafsson einn
þeirra manna, sem mest bar á og mest kvað að í
íslenzku þjóðlífi. F*að játa allir, að hann hafi verið
einn af atkvæðamestu blaðamönnum þessa lands.
Lét hann flest hin stærri þjóðmál okkar meira eða
minna til sín taka, og greinar hans og tillögur höfðu
venjulega mikil áhrif. Sjálfstæðismálið, eða afstaða
íslands til Danmerkur, er það mál, sem á æskuár-
um Jóns er aðalmálið. Og í síðasta þætti blaða-
mensku hans er það einnig aðalmálið. Um þetta mál
hefir hann ritað fjölda blaðagreina, og sérstakir bæk-
lingar, eða flugrit, eru einnig til um það eftir hann.
Út af því varð hann stundum á eldri árum fyrir
ranglátum dómum og aðdróttunum. Honum var þetta
mál frá æsku áhugamál, og honum sjálfum kom
aldrei til hugar að vera í því máli annarstaðar en
þar, sem hánn hugði að bezt mundi gegna fyrir ís-
land. Að þvi leyti var hann óbreyttur frá æsku til
elli. En skoðanir hans breyttust og þroskuðust að