Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 26
20
Pelle Molin:
| IÐUNN
hljóp eftir árbakkanum syðri, karlarnir eftir þeim
nyrðri. Sá hann greinilega, hversu Zakarías hnaut á
steinunum, stökk og hnaut. Þeir böðuðu út öllum
öngum eins og þeir væru útúr fullir og köllin heyrði
hann eins og úr fjarska, þótt ekki væri það lengra.
Óli stökk nú úr bátnum og dró hann á eftir sér.
Þessar fjallaferjur eru léttar. Og nú reið lífið á. Undir
eins og kjölurinn kendi vatns, reri hann af lífs og
sálar kröftum yfir að næstu spöng, stökk úr bátnum
og dró á ný. En þarna var bugða á ánni og hún
heldur mjórri. Þar hópuðust skarirnar svo, að varla
var unt að stjaka þeim stundur. Og bak við oddann
tók áin að halla ofan að fossinum og fór að kenna
hins geigvænlega sogs úr honum.
í þessum svifum varð ferjukarlinum þetta að orði
við Zakarías: — Hvað er morð? — En hann glenti
bara upp augun og heyrði ekkert. Hvernig gat Óli
nú líka staðið svona og horft í kringum sig — og
hann kallaði. Vissi hann ekki, að alt var um seinari
eftir fáein augnablik — og hann grenjaði, — en
hvað hann grenjaði, vissi hann ekki sjálfur. — Nú
yfirgefur hann bátinn með ár í hendinni og stjakar
ísnum með henni. Nú tekur hann að stökkva —
þetta fer aldrei vel.
Zakarías æddi fram og aftur á árbakkanum, stökk
og datt, stökk og dalt. Því að hann þurfti altaf að hafa
augun með honum, piltinum, þarna úti í hálfrökkrinu,
sem hann hafði viljað feigan fyrir stundu, en þótti
nú svo — — ja, hann gat ekki neitað því, þetta var
sá versti og þó sá duglegasti náungi, sem hann
nokkuru sinni hafði komist í tæri við.
En þarna stökk Óli, stóð við, snerist á hæli og
horfði hringinn í kring — studdi árinni niður og
stökk niður á móts við fossinn, yfir að ferjustaðnum,
sökk stundum í til hálfs, en hóf sig jafnan upp á ný
og stóð þá teinréttur eins og furustofn! Alt var græn-