Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 27
IÐUNN1
Karlar í krapinu.
21
golandi fyrir augum hans, jafnvel löðrið úr fossinum,
svo ægilegt sem það nú var. Nú mjókkaði áin og
hávaðinn í fossinum yfirgnæfði alt. Skarir hófust á
loft og brotnuðu; alt var á tjá og tundri, skalf og
nötraði. Jakarnir litu út í iðunni líkt og óarga dýr,
er bitust og börðust og riðluðust hvert um annað,
og það þaut svo og hvein í mylnunni á landi eins
og einhver væri að skjóta inn í þetta grængolandi
helvíti.
Sá sem stökk þarna, gat aldrei gleymt þessum degi
upp frá því; hversu ísströnglarnir stungu hann, þar
sem hann tylti fæti, eða vakir opnuðust, er hann
ætlaði að stíga niður; hversu ísnúnir jakarnir losn-
uðu úr tengslunum og stungust niður í fossinn;
hversu blóðið rann af höndum hans og fótum; og
þegar bátinn, mjóan og ísmeygilegan, har loks að
iðunni og hann stakkst niður fyrir, hvernig hann
kendi til þá, mundi hann alt sitt líf, en gat aldrei
komið orðum að því.
Hinir miklu trjállekar skógarhöggsfélagsins komu
nú út úr dimmunni ofanvert við svelginn og þokuð-
ust nær. Þetta voru eins og reiðalaus skip, er hjuggust
á, svo að brast og brakaði í hverju tré; en stórar
grænar isflögur lögðust upp að þeim, sporðreistust,
hrukku í sundur og hurfu inn í löðrið.
Alt þetta sá hann um leið og hann æddi áfram.
Ingibjörg stóð nú skamt í burtu, ekki lengra en
það, að hann hefði getað yrt á hana — og nú var
langt síðan þau höfðu sést. En nú sá hann nokkuð
fram undan sér, er gerði hann óðan, — stóra, kol-
svarta vök! Hann kannaðist svo sem við staðinn.
Einmitt þangað dirfðust menn að róa, en ekki lengra.
Hingað og þangað ofurlítil svört iða, eins og til
reynslu; nokkrum álnum neðar önnur stærri og
ákveðnari, en þar fyrir neðan — — ja, það tjáði
ekki að hugsa um það! Þarna stóð Ingibjörg og