Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 98
92
Ólafur Daníelsson:
| I»UNN
sem er ekki von, þar sem það er alment álitið —
eins og ég drap á áðan — að 8000 kr. séu nú ekki
meira virði en svo sem 2400 kr. voru fyrir stríðið.
Það hlýtur því að koma að því, að menn annað-
hvort fara úr stöðunum, eins og nokkrir hafa þegar
gert, og fleiri munu gera, ef þessu heldur áfram,
eða þá að menn lilaði á sig aukastörfum, til þess
að geta dregið fram lífið. En þar er komið út á
hála og hættulega braut. Aukastörfin taka þá mestan
tímann, því að þau eru borguð eftir því sem þau
eru unnin, en föstu störfin ekki. Afieiðingin hlýtur
að verða sú, að menn verji til embættisstarfanna
eins lillum tíma og umhugsun og frekast er unt,
vanræki þau með öðrum orðum svo sem hægt er, —
og það með svo inndælli samvizku, — hel/.t án þess
að opinberu hneyksli valdi, til þess að geta tekið
sem mesta aukavinnu að sér.
Það er blindur maður, sem sér ekki, að þetta
horfir til vandræða. Og úr þessu er alls ekki bætt,
þó að slett sé i menn nokkrum hundruðum króna.
Hvað eru hundrað krónur nú? Mér er sagt, að í
Hafnarfirði hafi verið seldur töðuhestur á uppboði
fyrir hundrað krónur og uppboðslaun að auki. Sjálf-
sagt hefir þó verðið þótl hátt. Þess vegna er því
haldið á lofti. Sannspurt hefi ég einnig, að boðið
hafi verið hundrað krónu mánaðarkaup vinnukonum
hér í Reykjavík, fyrir innanhússtörf. f*að er töluvert
hærra en prestslaun, þegar þess er gætt, að þær
hafa frítl húsnæði og viðurværi.
Það má nú því miður ekki búast við því að
þingið taki eins vel í þessi mál, eins og sagt er að
þing Svía hafi tekið í dýrlíðaruppbótar-umleitanir
stjórnarinnar þar. í nefndaráliti embættismanna-
nefndarinnar segir, að þingnefnd sú á þingi Svía, er
dýrtíðarmálin hafði til meðferðar, hafi hækkað til-
lögur stjórnarinnar, álitið að launabætur þær, sem