Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 23
IÐUNN |
Karlar í krapinu.
17
yfir um, hefði ekki fossinn verið nokkur hundruð
álnum neðar; en yfir hann hafði enginn annar en
Árselspilturinn komist lífs af, og hann mátti þakka
sínum sæla fyrir, að fallið hafði borið hann óskaddan
niður í stóriðuna. —
Óli var að saga brenni skamt frá, en gat ekki að
sér gert að líta við og við ýmist út yfir ána eða til
karlsins. Loks gekk hann niður eftir til þess að tala
við ferjumanninn, sem einnig langaði heim til sín.
þá brá svo undarlega við, að Zakarías yrti að
fyrra bragði á Óla:
— Ja, svo þið eruð að saga brenni?
— Jajæja! —
— Jú, jú! —
Svo varð þögn.
— Hvers vegna vilt þú ekki-------, af hverju hefir
þú skrifað þetta?
— það má líklegast sjá það á greinargerðinni.
— Greinargerðinni — greinargerðinni?
— Já, þeirri grein, sem ég hefi gert fyrir því,
auðvitað.
— Já, svo að skilja. Jú, jú. —
Aftur þögn.
— það er meiri jakaburðurinn í ánni; slik firn
hefi ég aldrei séð. Það lítur ekki út fyrir, að ég eigi
að fá að komast heim í kvöld.
— Ekki skal nú væsa um yður, ef þér verðið hjá
mér í nótt.
— Ertu með öllum mjalla, maður? Það verður
nú líklegast seint og ekki í þessu lifi.
— Þér eruð velkominn og það án allra undir-
mála. Ef þér viljið vera sanngjarn, þá hljótið þér að
trúa því.
— Ja svo — hm-umm. —
Zakarías tók nú upp í sig og horfði rannsakandi
augum út yfir ána. Altaf urðu skarirnar þéttari og
Iðunn V. 2