Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 43
IÐUNN]
Dvöl mín meöal Eskimóa.
37
framan af. En undir miðbik 13. aldar tók Eskimóa
að drífa þangað að norðan niður ylir nýlenduna, og
hafa þeir þá líklegast komið frá meginlandi Ameríku
um heimskautseyjarnar og þaðan yfir Smith’s sund
til Grænlands. Eru til ýmsar sagnir um fyrslu erjurnar
milli Eskimóa og Skandínava, og vitum við með
vissu, að skömmu eftir árið 1341 leið nyrðri ný-
lendan undir lok. Síðustu áreiðanlegu fregnir af syðri
nýlendunni eru frá byrjun 15. aldar, en þó eru til
vafasamar fregnir um hana alla leið fram að 1500.
Og er Columbus hóf leiðangur sinn til Ameriku, bar
biskup einn, útnefndur af páfa, nafnið »biskup yfir
Grænlandi«, enda þótt hann tæki sig aldrei upp frá
Evrópu til þess að gegna embætti sínu þar.
Ýmis atvik lágu til þess, að ferðir féllu að siðustu
alveg niður milli Bergens og Grænlands. Ein orsökin
var framtaksleysi það, sem lagðist yfir Evrópu sem
afleiðingar af Svarta dauða; önnur orsökin var árásir
Hansastaðallotans’ á Bergen. Pegar ferðir tókust aftur
til Grænlands, hafði Noregur fyrirgert forustu sinni á
sjónum, og voru það nú enskir farmenn, sem fundu
landið að nýju. Árið 1585 sigldi John Davis inn
sundið, er síðan heíir borið nafn hans, og þeir sem
sigldu í kjölfar hans vöktu athygli Evrópumanna á
Eskimóum, sem þá voru einu íbúar þeirra héraða,
þar sem nýlendur Skandínava höfðu áður staðið
með meslum blóma. Naumast hefir liðið meira en
öld frá þvi, er þeir hurfu úr Grænlandi, og þangað
til Davis kom þangað, og má telja það víst, að
hefðu þeirra tíma menn verið jafn vísindalega sinn-
aðir og landkönnunarmenn eru nú á tíinum um all
það, sem þeir heyra og sjá, þá hefðu þeir getað lyft
þeirri hulu, sem enn hvílir yfir afdrifum þessarar
nýlendu. Sagnaritarar hafa jafnan talið það líklegt,
að það hafi ekki verið neinn blóðugur bardagi, er
hafi jafnað þessa norsku nýlendu við jörðu, en að