Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 110
104
Arnrún frá Felli:
1ÍÐUNN
haldið þó ekki að ég sé hrifin af Sveini frænda?
Hamingjan hjálpi mér! Það ætti þá að vera Tango-
liturinn, sem gerði það að verkum; rauða hárið og
»fílapensarnir«.
Nei, vitið þér nú hvað!
En eiginlega ætti ég að hegna yður, neita yður
um áheyrn, fyr en eftir hálfan mánuð — eða svo —
fyrst þér létuð »Vísi« flytja mér fregnina um veit-
inguna. En mamma er ekki heima núna, hún er í
kirkju, svo það væri ef til vill bezt að Ijúka því af.
Eigum við að segja kl. 6, — því mamma fer úr
kirkjunni með frú Árnason til tedrykkju hjá frú
Jóhanns.
Ragna flýtir sér að ljúka við bréfið, lokar því, skrifar
utan á. í því er barið; það er sendisveinninn. Hún
fær honum bréfið og fimm krónur. Hann glápir. »Pú
átt seðilinn, allan! allan! allan! Og hlauplu nú eins
og húsbóndinn væri á hælunum á þér.« Klukkan slær
hálf sex.
Heima lc/s 1915.
Kærasta Malla mín!
Má til að láta þig vita, að ég er svo glöð, svo glöð!
Verð líklega grannkona þín innan skamms. Ó, hvað
ég hlakka til að hrista af mér bæjarrykið, teiga
blessað fjallaloftið í löngum teigum, hlusta á fugla-
kliðinn og fossaniðinn, og ganga eftir grænum
grundum.
Þú ert víst forvitin. Með hverjum? spyrðu. Með
hverjum! Halldóri Harðars, auðvitað, hann er búinn
að fá sýsluna ykkar. Enn hvað það verður inndælt!
Ólíkt skemtilegra en »Skjaldbreið« og skóladansleikar.
Dálítið annað að þeysa á gæðingum eftir rennislélt-
um melum en að svelgja í sig bílrykið hér.
Nú er gott að eiga þig að, Malla mín. Við tökum