Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 12
6
Pelle Molin:
1IÐUNN
Nú var hljóðaklellurinn þannig vaxinn, að hann
skagaði út að ofan, en í hann sunnaninegin var
skúti eða hvylft með veggjum til beggja hliða. Inn í
hvylftina setti Kristófer nú mylnukarl og bjó vel um,
en gætti þess þó vandlega, að hann snerist. Síðan
reri hann kænu sinni smáglottandi norður yfir,
þangað til hún hvarf inn í dimmuna undir núpnum.
Daginn eftir stóð hann að hlöðubaki heima hjá
sjer og horfði á, meðan suðurbyggjar vitjuðu. Ekki
branda! — Ja-jæja, sagði Kristófer. Næsta dag fór á
sömu leið. Ekki uggi! — Eg er hissa! sagði Kristó-
fer. Hann heyrði glögt, hversu þeir ákölluðu undir-
heimahöfðingjann.
Þriðja daginn lagði hann sínum netjum, en lét
hina vitja um fyrst. Ekki sporður! — Ja, guð sé
oss næstur! sagði Kristófer. Hann heyrði þá kross-
bölva hinum megin frá.
Fyrst þegar hann sá síðustu bláu baðmullar-
peysuna hverfa að baki núpnum, reri hann úl á
ána og fékk úr sínum netjuin þó nokkuð af silfur-
hreistruðum löxum.
En heima á bænum sat Óli sonur hans; hann
hafði klemt nebbanum sínum litla flötum upp að
eldhússglugganum og horfði suður yfir. Allar hans
bernsku-hugsanir ílugu þangað, til ævintýralandsins
hinum megin við gilið. Meðan slcugga bar á bæinn
þeirra norðanmegin á morgnana, voru suðurfjöllin
sveipuð fjólubláum ljóma; en bæjarhúsin með skrítna,
fertíglaða þakinu voru hjúpuð logandi purpura. Og
um sólsetur á sumarkvöldum sendi sólin enn geisla
sína til bæjarins beint á móti. Sólarljósið tindraði
þá og glampaði í gluggarúðunum og lagðist til hvíldar
í fellingunum á hvítu líntreyjunum kvenfólksins, er
það gekk milli skemmu og eldhúss með trogin í
fanginu.
Á slíku kvöldi var það, að faðir hans kom heim