Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 24
18
Pelle Molin:
[ ÍÐUNN
tóku nú að rísa, en grænu ismolarnir urðu ávalari
og ávaiari. Vatnið á milli þeirra virtist kolsvart. Ef
eitthvað lónaði milli skaranna, skændi yfir það, áður
en varði, en braut upp undir eins og jakarnir rudd-
ust fram að nýju og reistust á rönd í þunnum græn-
um flögum.
En hinum megin á árbakkanum stóð Ingibjörg og
horfði yfir um til föður síns.
— Þú ert góður ræðari, Óli, grunar mig?
— Haldið þér það? —
— Sá sem verður að fara yfir um ána í öllum
veðrum eftir vatni, hlýtur að vera það. En það er
ekki altaf — jæja.
— Ekki altaf, hvað? —
— Ekki altaf haustmyrkur og lygnur. Slundum
hefir það lika kostað högg og áreynslu að fara yfir-
um. Sérðu ekki, að stelpan er að horfa yfir til þín.
líg skal ekki hræra legg né lið, þótt þú gislir hjá
henni í nótt. Eg skal láta eins og mér kæmi það
ekki vitund við.
— f*ér hugsið ekki mikið um, hvað þér eruð að
segja, Zakarías. Þessa stúlku hefi ég barist fyrir og
verið barinn fyrir hana og enn skal það verða svo,
ef til kemur. Sá sem ætlar að troða sér inn á milli
mín og hennar, skal fá að kenna greipanna á mér,
og heilskinna skal hann ekki úr þeim sleppa.
— Milli, milli —; ég sé ekki, að annan sé á milli
en áin, og það er ekki nema gott. Þú ert góður ræð-
ari. Róðu þá af stað. Hún virðist bíða eftir þér.
— Getur verið, að ég geri það. Getur verið! Hún
er vel þess verð, og meira til. En fái ég ekki að
hafa hana í friði upp frá þeirri stundu, — ja, fjandi
er áin ljót!
— Ja, meira’ en; en ekki ætla ég að freista þin.
En ællir þú að mægjast við fólkið í Tröllamó, þá er