Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 44
38
Vilhjálmur Stefánsson:
[ IÐUNN
eitt af tvennu hafi átt sér stað: annaðhvort haíi
leifar þær, sem eftir voru af Evrópumönnum, leitað
tengda við Eskimóana á Grænlandi, eða, það sem er
öllu sennilegra, að þeir hafi tekið sig upp og farið að
halda vestur á bóginn til þeirra landshluta í Ame-
ríku, er forfeður þeirra höfðu haft svo náin kynni
af. En þar haíi þeir þá annaðhvort dáið hungurs-
dauða eða í ófriði, eða runnið saman við þá íbúa
landsins, sem þeir þar hittu fyrir sér.
Skömmu eftir að fregnin barst út um það síðast-
liðið haust, að við hefðum í suðvestur hluta Victoríu-
eyjar íundið fólk, er líktist Evrópumönnum, tók A.
W. Greely hershöfðingi að fara yíir allar heim-
skautsferða-bókmenlirnar í þeim tilgangi að íinna
bendingar um samskonar fundi hjá eldri norðurför-
um. En sérþekking hans á öllu því, sem út heíir
komið þessa efnis, svo og merkileg handrit, sem eru
í eigu hans, gerðu honum það kleift að tína ýmislegt
það til, sem áður hafði farið fram. lijá mönnum, en
þó virtist gefa mönnum samanhangandi röð bendinga
um tilveru hinna »Hvitu Eskimóa« alt frá timum
Davis fram á vora daga. Fyrsta og ef til vill eftir-
tektarverðasta bendingin stafar frá Nicolas Tunes,
skipsljóra á fiskiskipi einu, en hann sigldi upp Davis
Sund árið 1656 til 72° norðurbreiddar. En héruð
þau, sem hann kom til, voru setin tveim ólikum
þjóðílokkum. Öðrum lýsti hann svo, sem þeir væru
menn háir og vel vaxnir, skiftu vel litum og væru
fráir á fæti, en hinir væru miklu lægri, gulleilir í
andliti og fótleggirnir stuttir og digrir. Eru hinir
síðarnefndu auðþektir Eskimóar, en lýsingin á þeim
fyrnefndu mundi koma mjög vel heim við fólk, sem
væri af blönduðum uppruna Eskimóa og Norður-
landabúa. En eftir því, sem líður fram til vorra tíma
og vestar dregur, þá finnum við einmitt á þeirri leið,
sem farandþjóð hefði orðið að fara frá Grænlandi til