Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 72
66
Þorst. Gíslason:
| IÐUNN'
á Norðurlöndum snúið sér að virkileikastefnunni í
skáldskap sínum, og í nafni yngri rithöfunda þakk-
aði hann honum, hve hlýlegum viðtökum þeir hefðu
jafnan átt að mæta, þar sem hann var.
Þegar Jón fór vestur um haf í annað sinn, var
hann ráðinn ritstjóri »Lögbergs« ásamt Einari Hjör-
ieifssyni. Blaðið var þá tveggja ára gamalt, og hafði
E. H. verið ritstjóri þess einn frá byrjun. En nú var
það stækkað, og ritstjórarnir skyldu vera tveir. Er
það auðséð, að Vestur-íslendingar hafa á þeim árum
haft mikinn hug á því, að gera blöð sín sem bezt
úr garði. Þeir hafa þá um tíma þrjá af ritfæruslu
mönnum þjóðarinnar við blöð sín í Winnipeg, því
skömmu á eftir Jóni kom Gestur Pálsson að blaða-
mensku vestra. Munu kjörin hafa verið töluvert betri
þar en kostur var á við blaðamensku eða önnur
ritstörf hér heima á þeim árum, enda voru blöðin
hér þá enn mjög lítil og vinnan við þau hvert um
sig að eins höfð í hjáverkum af einum manni. Vest-
urheimsblöðin íslenzku urðu nú miklu stærri, og
hafa verið það jafnan síðan, þangað til dagblaðaút-
gáfa hófst hér í Reykjavik fyrir nokkrum árum. En
mannavalið að vestanblöðunum íslenzku bar ekki
þann árangur, sem til var slofnað. Meðal Vestur-
íslendinga voru þá miklir flokkadrættir, ekki sízt út
af trúmálum, og urðu blöðin, sem vænta mátti, víg-
völlurinn. Lenti Jón brátt inn í þær deilur. Lögberg
var stuðningsblað séra Jóns heitins Bjarnasonar og
Hins evang. lúth. kirkjufélags íslendinga vestra, en
þeir séra Jón og Jón Ólafsson voru vinir frá æsku-
árum. Sú vinátta fór mjög út um þúfur vestra. Jón
Ólafsson var að eins við »Lögberg« rúmt ár, en
varð síðan um tima rilstjóri mótílokksblaðsins,
»Heimskringlu«, og stuðningsmaður Unilarasafnaðar-
ins íslenzka í Winnipeg, er Björn Pétursson, mágur
hans, hafði stofnað og stýrði. Eftir það gaf hann um