Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 124
118 Leo Tolstoy: [IÐUNN
óskaði þeim góðrar líðanar; síðan setti hann glasið
hjá sér.
»Gamli maður« — sagði gesturinn — »segðu mér
nú, hvorl það angrar þig, er þú horfir upp á okkui'
— að minnast þinnar fyrri ævi, samanborið við
hlutskifti þilt nú?«
Elías brosti og svaraði: »Ef ég færi nú að tala við
ykkur um lán mitt og ólán, þá mynduð þið naumast
trúa mér. Pið ættuð því heldur að spyrja konu mína.
Hún hefir bæði konu-hjarta og konu-tungu og muo
segja ykkur allan sannleikann.«
t*á kallaði geslurinn til gömlu konunnar á bak
við tjaldið og sagði: »Segðu mér, gamla kona, hvað
þú hugsar um ykkar fyrri upphefð og niðurlæging
ykkar nú.«
Og Sham Sliemagí tók til orða að tjalda-baki-'
»Petla er nú það, sem ég liugsa um þá hluli. Ég
lifði með bónda mínum í hálfa öld og var þá að
leita hamingjunnar, en fann liana hvergi; en þótl
við nú séum hér sem hjú, og þetta er nú að eins
annað árið, síðan við urðum öreigar, þá höfurn við
nú höndlað hamingjuna og óskum einskis frekar.«
Bæði gestirnir og húsbóndinn urðu liissa á þessu
svari — og hinn síðar nefndi, meira að segja, svo
mjög, að hann stóð á fætur lil þess að draga tjaldið
til hliðar og líta framan í gömlu konuna. Og þarna
stóð hún nú og hélt að sér liöndum, en á andlitinu
var bros og hún leit lil mannsins sins, en hann
brosti á móti. Síðan hélt hún áfram: »Ja, ég er ekki
að gera að gamni mínu; ég segi þetta alveg satt. Við
fórum að leita hamingjunnar nú tyrir liðugri hálfr>
öld og okkur fénaðist vel, en aldrei fundum við hana
á meðan við vorum efnuð; en nú, þegar við eruiu
öreigar — nú þegar við lifum hér með óbreyttu al'
þ57ðufólki — höfum við fundið þá hamingju, sein
við getum frekast vænst.«