Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 158
152
A. H. B.:
[ IÐUNN
léttúðug. Ástin, og þá ekki sízt ást á listum og
skáidskap, krefst þess aftur á móti, að maður reynist
hugsjón sinni trúr og tryggur, sé eins og vakinn og
sofinn í henni, liggi á henni eins og ormur á gulli,
þangað lil gullið er orðið þungt og höfugt og heíir
tekið á sig mynd og gervi hugsjónarinnar. Þá fyrst
má bera það út í ljósið og daginn, og þá lýsir það
jafnvel í myrkrunum, — það er orðið að lýsigulli!
Og því háleitari og göfugri sem hugsjónin er, því
meira snildarsnið sem á smíðisgripnum er, því meiri
gersemi er hann talinn. Og því heldur verður hann
að leiðarijósi, að lýsigulli komandi kynslóða.
Allir berum vér í oss einhvern guðdómsneista, sern
oss ber að tendra og glæða. Allir höfum vér hugboð
um eitthvað, sem oss virðist öllu fegra og unaðslegra.
Og einhvern tíma birtist það oss að líkindum, fyr
eða síðar, þótt ekki sé nema í skyndisýn. Þá fáum
vér ást á þvi, fyllumst guðmóði, viljum komast yfir
það, ná fullum tökum á því og geta við því getnað
þann, er vér hyggjum göfugastan. En þá er undir
því komið að reynast trúr og dyggur, Játa ekki
glepjast og gleyma ekki hinni skapandi hamingju-
stund. Því að hún kemur ef til vill aldrei aftur. Eða
— hún kemur of seint, — einni stundu fyrir sólsetur
lífsins, og þá er of seint að iðrast og sjá að sér.
Eg mæli þella ekki til skáldsins frá Sandi, því að
hann hefir þegar sýnt það, að hann kann að flétta
gullin reipi, gullinn þráð úr sandi hinna hversdags-
leguslu sagna. En ég mæli þetta til ykkar, hinna
yngri skálda, sem hér eruð saman komnir.
Látið ekki hamingjustund hins heilaga getnaðar
líða hjá og liggið þó á hugsjónum ykkar eins og
ormur á gulli. Reynist þeim trúir og tryggir, þangaö
til þær eru fæddar og í heiminn bornar og orðnar
að þvi listaverki, sem aldrei fyrnist, orðnar — að
lýsigulli kynslóðanna!