Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 112
[IÐUNN'
Útbreiðsla rafmagns hér á landi.
Erindi flutt í V. F. í. 21. nóv. 1918
af Steingrimi Jónssyni rafmagnsverkfræðingi.
Nú hefst rafmagnsöld hér á landi. Lítil byrjun er
þegar orðin, en fljótt mun umskipast, því svo óð-
íluga hefir sú öld farið meðal annara þjóða, að erfitt
er að hugsa sér, að ekki sé nema rúm 30 ár síðan
menn lærðu verulega rafmagnsnotkun.
Þegar sú öld hefst meðal okkar nú, stöndum vér
miklu betur að vígi en aðrar þjóðir gerðu í byrjun
sinnar aldar. Við höfum hina miklu reynslu þeirra
til hliðsjónar, en þær höfðu enga. Fyrir því hafa
þær hlaupið margt gönuskeiðið og stundum veizf
örðugt að komast aftur á rétta braut. Enn er þar
margt aflaga, sem bendir á, að mikið hafi verið gert
af handahófi, eftir þörf í svip, en til engrar fram-
búðar. Reynslan er oft dýrkeypt þekking. Okkur ber
að nota reynslu þeirra, sem bezt vér getum. Til þess
eru vítin að varast þau.
Eftir framþróun rafmagnsnotkunar annarsstaðar,
getum við vitað, hvernig okkur muni bezt að fara að.
Sú framþróun hefir í smádráttum orðið þessi:
Menn bygðu smástöðvar í borgum, sem lýstu upp
fáein hús — »block«-stöðvar. Það voru jafnstraums-
stöðvar, sem smámsaman stækkuðu, unz þær náðu
yfir heil borgarkerfi. Það er eftirtektarvert, að við
höfum tekið það ólagið með í höfuðstað landsins.
Stöðvarnar stækkuðu enn. En það var þó eigi fyr en
víxlstraumurinn komst að verulegum notum, að vöxt-
urinn kom. Þá lögðu þær skjótt undir sig heilar borg-
irnar, uxu út yfir þær og tóku heil héruð. Stór-