Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Blaðsíða 11
IÐUNN Elsta óðal á íslandi. 233
hann að búa sig undir að kveðja þennan heim. Fær
hann bróðursyni sínum, Olafi Guðmundssyni, umboð yfir
eignum sínum. Sama ár fær hann til eignar 20 hdr.
kröfu, er Ottar nokkur Bjarnarson átti hjá Reynistaðar-
klaustri. Þetta fé og 10 hdr., er Ormur sjálfur átti hjá
klaustrinu, gefur hann »guði allsvaldanda og hans sign-
uðu móðir og öllum guðs helgum mönnum*. Er þetta
ekki eina gjöfin, er Ormur gefur fyrir sálu sinni, því
víða er í kirkjumáldögum getið um gjafir frá honum.
Ormur mun hafa lifað skamma stund eftir þetta og ef
til vill hafa dáið í Svartadauða árið eftir (1402).
Eftir lát Orms hefir Skarð gengið að erfð til sonar
Guttorms í Þykkvaskógi og sonarsonar Orms, Lofts
Guttormssonar, sem kallaður hefir verið hinn ríki. Loftur
hefir sjálfsagt haft bú á Skarði, eins og á öðrum höfuð-
bólum sínum. En oftast mun hann sjálfur hafa setið á
Möðruvöllum í Eyjafirði, að minsta kosti síðari hluta
æfinnar.
Sumir telja að Loftur hafi fengið dóttur sinni, Olöfu
Loftsdóttur, Skarð er hún giftist. En líklegra er að hún
hafi verið ógift er faðir hennar lést, 1432, og hlotið
Skarð að erfðum. Hvarf Skarf þá úr karllegg Skarð-
verja, en Olöf var heifin eftir langömmu sinni, Olöfu
húsfreyju Orms Snorrasonar, og bar því nafn úr Skarð-
verjaætt. Ólöf giftist Birni hirðstjóra Þorleifssyni og
bjuggu þau á Skarði við mikla rausn. Björn féll í Rifi
1467 í viðureign við enska kaupmenn og eru, svo sem
kunnugt er, miklar sagnir um það, hversu rækilega Ólöf
húsfreyja hefndi bónda síns. I októbermánuði sama ár
fóru fram skifti eftir Björn, milli Ólafar og barna henn-
ar. Hlaut Ólöf þá, ásamt miklum eignum öðrum, Skarð
og allar jarðir, er þar fylgdu. Bjó hún síðan á Skarði
til æfiloka (1479).