Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 26
248 Einar H. Kvaran: IÐUNN sömu augum og hér á ástvinamissi og fátækt. Hún til- færir þrjár ástæður. Fyrst er sú, að í hennar heimi hafa menn miklu ljósari meðvitund en hér um kærleik guðs. Onnur er sú, að í hennar heimi er það ljósara í meðvit- undinni en hér, hve skammvinnir allir jarðneskir hlutir eru. Þriðja ástæðan er sú, að þar er mönnum ljósara en hér, hve mikinn þátt andstreymið á í því að skapa mann- gildið. »Þetta veldur því«, segir hún, »að við lítum alt annan veg á málin en þið getið skilið til fulls, sem sokkin eruð í ólgu jarðneskra efna«. W. T. Stead var sannfærður um, að júlía væri vera úr öðrum heimi, og hefði verið vinkona hans, meðan hún dvaldist hér á jörðinni. Víst er um það, að rök- semdum hans fyrir þeirri samfæring verður ekki svarað með gaspri einu. Til þess eru þær of veigamiklar. En hvað sem menn gera sér í hugarlund um það, þá er þessi umsögn Júlíu um þetta efni svo skynsamleg, að það virðist nokkurnveginn óhugsandi, að hún sé ekki rétt. Hugsunin í ummælum fóstrunnar í niðurlagi sögunnar »Marjas« er óumflýjanleg afleiðing af trúnni á guð — eins og hún hefir myndast í hinum kristna heimi. Hún er líka óumflýjanleg afleiðing af trúnni á framhald lífsins eftir dauðann og framþróun vitsmunanna í öðrum heimi. S. N. heldur, að þessi hugsun sé skaðleg, hún geri öll hin háleitu skylduboð trúarbragðanna að öfgum, og tak- mark lífsins verði samkvæmt henni að láta það líða sem þægilegast. Hann um það. Eg ætla mér ekki í þessari grein að taka að mér vörn fyrir guðstrúna og eilífðar- vonirnar. Eg kem þá að æfintýrinu í »Gulli«, þar sem sagt er, að guð sé í syndinni. Um það segir S. N.: »Þá setn- ingu má að vísu teygja á ýmsa vegu, en réttast er vafa-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.