Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 27

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 27
ÍÐUNN Kristur eöa Þór. 249 laust aB skilja hana svo, að syndin sé tóm missýning, og í raun og veru engin til«. Því fer svo fjarri, að það sé »vafalaust réttast«, að það er vafa/aust rangt. Eg hefi í sögunni sjálfri komið með skýringu á þess- ari hugsun. Eg tel óþarft að taka hana upp hér. Nærri því allur landslýður virðist kunna æfintýrið, og menn minnast þá sennilega líka skýringarinnar. Eg hafði búist við því, að eftir þá skýringu væri enginn skynsamur maður í vafa um það, hvað fyrir mér vekti. En þegar sá skilningur bregst hjá prófessor í heimspekideild há- skólans, þá virðist mér ekki ástæðulaust að eg reyni að skýra hana á annan veg. Það ætla eg nú að gera. Annaðhvort verðum vér að vera einveldismenn eða tvíveldismenn í hugmyndum vorum um tilveruna. Annað- hvort verðum vér að ætla, að frumaflið, það vitsmunaafl, sem drotnar í tilverunni, sé eitt — það vitsmunaafl, sem vér nefnum guð — eða að frumöflin séu tvö, annað gott og hitt ilt, og að eðli þeirra sé svo háttað, að þau geti aldrei runnið saman, en hljóti að heyja stöðuga og eilífa baráttu hvort við annað. Eg er einveldismaður í þessum skilningi. Eg get ekki með nokkuru móti hugsað mér tilveruna annan veg en sem eining, heild. Eg held, að sú þrá mannsandans, að það góða vinni sigur, sé ekki gripin úr lausu lofti, held- ur eigi hún rætur í því allra-dýpsta í tilveru vorri. En það er bersýnilegt, að séu frumöflin tvö, þá getum vér enga trygging haft þess, að annað þeirra verði nokkru sinni máttugra en hitt. Mér finst líka, að alt, sem vér vitum um mannlífið, bendi í þessa átt. Vér finnum aldrei það illa »hreinræktað«, einangrað frá öllu góðu. Ef vér lítum á misgerðir þjóðanna í mannkynssögunni, þá sjá- um vér, að bak við þær eru hugsjónir, auðvitað misjafn-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.