Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 60
282 Inga L. Lárusdóttir: IÐUNN spænis er bókhlaðan, merkilegasta bygging af því tægi í heimi, að sögn. Af þeim litla tíma, sem eg hafði til eigin umráða í Washington, eyddi eg þar heilum degi, og hann hrökk skamt. Af svölum Capitols blasir við Pensylvaniu-avenue, mikilfenglegasta borgarstræti í heimi, segja Ameríkumenn. Eins og ljósbrú, tveggja kílómetra löng og geysibreið, liggur hún þráðbeint frá Capitol til Hvíta hússins. Svo nefnist bústaður forsetans, og hafa allir »fyrstu borgarar« — þessa ríkis, er sjálft telur sig langauðugast — by far the richest — land í heimi, haft hér aðsetur sitt alt frá dögum George Washington. Húsið er lágt en langt, íburðarlaust hið ytra, en frábær- lega stílhreint og umhverfis það stór og fagur garður, og sómir það sér mjög vel milli hárra limríkra meiða. Upp til hvíta hússins horfa Bandaríkjamenn, rétt eins og Rússar og Prússar forðum litu upp til halla keisara sinna. Þykir það meira en lítill frami að vera boðinn sem gestur heim þangað. Cooligde ferseti og frú hans buðu okkur fundarkonum, »to break bred with them«, eins og sú forstöðukona fundarins, er þau boð flutti orðaði það. Var þetta fyrsta slíkt boð, er forsetahjónin höfðu haft í langan tíma, og bar það til, að fyrir rúmu ári höfðu þau mist uppkominn son sinn. En eigi voru sala- kynni svo stór að allar fundarkonurnar gætu komið sam- stundis. Voru útlendingarnir fyrri daginn, en þarlendu konurnar þann seinni. Við svona internationala fundi verða jafnan tvær dagskrár. Onnur er helguð alvarlegu störfunum. I. C. W. konurnar unnu dyggilega allan fyrri hluta dags, frá kl. 9 að morgni til 4V2 síðdegis, að þeim málum, er á dagskrá fundarins voru. En eftir það tóku við ýms heimboð, kvöldskemtanir eða opinberir umræðufundir. Eg get ekki átt við að telja upp nema það helsta. Fé-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.