Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 74
296 Einar Þorlrelsson: lÐUNN — Það var hann Mera-Grímur sálugi. — Það er svo. Hann létst víst úr lungnabólgu og hefir líklega legið stutt. — Saft var það og í rauninni varð heldur fljótt um hann, mælti Ossur. En því er nú þann veg háttað, að mér finst, eg geti varla svo á Mera-Grím minsf, að mér hlýni ekki jafnframt eitthvað um hjarta.......Réttast væri nú, að við rifjuðum fyrir okkur um fráfall hans, fyrst þér er ekki kunnugt um það og við höfum gott næðið. En áður en eg fer út í það, verðum að tæma glösin. Við gerðum það. Össur leit eftir, hvað liði vatninu » könnunni og þegar hann varð þess vísari, að farið var að minka í henni og kólna, tók húsfreyja til sinna ráða og bætt úr því. Svo var bruggað aftur í glösin og vildi Össur þá hafa púnsið nokkuð sterkara en áður og það varð úr. Svo supum við á glösunum nokkrum sinnum. Hann hagræddi sér á stólnum og tók svo til máls: — Eg ætlaði að rifja upp fyrir okkur um fráfail Mera-Gríms. En eg verð að taka það fram, að eitt- hvað kann að vera fallið úr minni mér. Og svo er ekki fyrir að vita nema eg taki einhverja útúrdúra. En eg veit, að þú tekur þá vægilega á því. Síðasta hrossið, sem Mera-Grímur átti, var Stóra- Grána, er hann kallaði æfinlega Gránu sína. Hún hefir verið á að geta fjögra vetra þegar þú fluttist héðan úr héraði. Þá átti hann og bleikan fola, vetri yngri. Þetta hafa líklega verið mestu hrossin og bestu, sem hann eignaðist um dagana. Það lét hann stundum í ljós. Þau báru líka af öðrum hrossum, hér í sýslu og viðar, að snild og kostum. Eg eignaðist bleika folann.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.