Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 66
288 Inga L. Lárusdóttir: Brot úr ferðasögu. IDUNN anna, er létu syni sína af hendi, er »sómi« föðurlandsins væri í veði. Hljóðfæraflokkur hers og flota léku, og í loftinu suðuðu flugvélar. Þær dreifðu hvítum og rauðum nellikkum yfir mannfjöldann. Voru þau blóm einkenni dagsins; hvítt báru þeir er eigi áttu móður á lífi, hinir rautt. Hjúkrunarlið hersins sendi upp bréfdúfur, en eg efast um að það hafi verið friðardúfur. Að athöfninni lokinni voru sveigar lagðir á gröf óþekta hermannsins. Inga L. Lárusdóttir. Mera-Grímur. Skírnarnafn hans var Arn- grímur. En þegar í æsku hafði það orðið að venju flestra sveitunga hans, að stytta nafn hans og kalla hann að eins Grím. Og að þessu stutta nafni bjó hann til æfiloka. Það mun hafa átt að heita svo, eftir að hann náði fullorð- insárunum, að hann væri í sálnaregistri prestsins talinn fullu nafni. En hitt var víst, að hreppstjórinn, sem ekki var laus í rásinni í embættisfærslunni og alt vildi gera að yfirveguðu ráði, lét sér duga, að nefna hann Grím í bókum sínum. Hreppstjórinn sagði líka, og það gat sjálf-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.