Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 81
ÍÐUNN Mera-Grímur. 303 Eg þykist vita svo skap hennar Þorbjargar þinnar, að eg megi búast við, að hún bugi einhverju að lík- mönnunum. Því fer eg ekki að biðja þess. Svo var líkast því, sem hann hugsaði sig ofurlítið um áður en hann mælti: — Viltu þá lofa mér þessu? Eg handsalaði honum loforð mín orðalaust. — Þá er ekki til neins að bíða hér. Ekki er frestinn upp á að hlaupa, mælti Mera-Grímur, gekk að Gránu sinni og sté á bak. Sýndist mér hann þá nokkuð fölur og óstyrkur. Á Tröllaskeiði rendum við hrossunum enn saman. Þá skeiðaði Stóra-Grána svo mikið og vel, að slíkt hafði eg ekki fyr til hennar séð. Og Bleikur minn lagði svo stórt til, að aldrei fanst mér hann, áður né síðar, hafa getað jafnt því. Alt kom þó fyrir ekki. Stóra-Grána tók þá götuna af honum. En aldrei hefi eg séð skeiðhesti beitt með jafn miklum fimleika og snilli sem henni á sprettinum þeim — síðasta sprettinum, sem Mera-Grím- ur hleypti. Össur lyfti glasinu sínu, leit til mín ör og sviphýr og ofurlítið rjóðari í andliti en áður, og svo tæmdum við glösin. Síðan var í þau bruggað aftur og þeim gerð nokkur skil á nýjan Ieik. Svo tók hann til máls: — Fjórum dögum síðar létst Grímur. Loforðin við hann voru efnd, það eg veit best. ]arðar- förin mátti heita fjölmenn. Og konan, sem hann bjargaði, fylgdi honum til grafar — gekk næst kistunni. ]arðarfarardagur Mera-Gríms er mér enn í minni. Þetta var sannur sólskinsdagur hér í sveit, einn þessara sjaldgæfu, himinheiðu daga, þegar vorið er að skila snildarlega unnu brautryðjandastarfi sínu í hendur sumr-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.