Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Blaðsíða 88

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Blaðsíða 88
310 Jakob Jónsson: iðunn hrósaði honum fyrir og þótti vænt um, að auminginn átti bágt. Amma var vond — reglulega vond. Siggi gat ekki um annað hugsað. Þegar hann var háttaður um kvöldið, kom amma og lét hann lesa faðir- vorið sitt. Sigga dauðlangaði að spyrja hana meira um jóiasveininn, en amma hafði mikið að gera og Siggi var varla búinn að segja »amen« þegar hún var öll á brott. Þegar Siggi var að festa svefninn, kom vesalings grát- andi jólasveinninn hvað eftir annað upp í huga hans — alt af skýrar og skýrar og í fastari mynd. ]ólasveinninn lá úti í fjósi, í auða básnum þar sem kálfsi litli hafði legið meðan hanh lifði, en nú var hon- um slátrað til jólanna. Tárin runnu ótt og títt niður vangana. Andlitið var útskælt og augun grátbólgin. Siggi sárkendi í brjóst um hann. Annar jólasveinn stóð þar og hallaði sér fram á bálkinn. Hann gat varla hreyft sig fyrir fitu. Illgirnislegt glott lék um varir hans. »Þykir þér það ekki borga sig, að lifa á óþægðinni úr honum Sigga?« spurði sá stóri. »Finst þér ekki gamla konan sjá betur fyrir mér?« Nú! Sigga rak í rogastans. Jólasveinninn hennar ömmu var þá lifandi og þar að auki ekkert annað en ein ístra frá hvirfli til ilja. Þetta var nú heldur ekki nema von, því að í vikunni sem leið hafði amma gefið Sigga utan undir fyrir ekki neitt. Þegar Siggi vaknaði um morguninn, stóðu jólasvein- arnir honum lifandi fyrir hugskotssjónum. Hann fann það vel, að það var honum að kenna, að litli svangi jóla- sveinninn grét. Og eina ráðið til að hjálpa honum var að verða óþægur aftur — verulega óþægur. A efíir gæti hann sagt ömmu frá því, hvers vegna hann væri óþæg- ur, svo að hún yrði ekki vond við hann. Siggi klæddi sig í snatri. Amma hans var sest við rokkinn sinn og hamaðist að spinna. Þá datt Sigga í hug, hvað hann ætti að gera. Fljótur eins og elding stökk hann út og sótti búrbredduna. Þegar hann kom inn aflur, hljóp hann beina leið að rokknum, brá hnífn- um á strengina og skar þá í sundur. Hjólið sveiflaðist með hálfu meiri hraða, en snældan hætti. Amma gamla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.