Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 88

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 88
310 Jakob Jónsson: iðunn hrósaði honum fyrir og þótti vænt um, að auminginn átti bágt. Amma var vond — reglulega vond. Siggi gat ekki um annað hugsað. Þegar hann var háttaður um kvöldið, kom amma og lét hann lesa faðir- vorið sitt. Sigga dauðlangaði að spyrja hana meira um jóiasveininn, en amma hafði mikið að gera og Siggi var varla búinn að segja »amen« þegar hún var öll á brott. Þegar Siggi var að festa svefninn, kom vesalings grát- andi jólasveinninn hvað eftir annað upp í huga hans — alt af skýrar og skýrar og í fastari mynd. ]ólasveinninn lá úti í fjósi, í auða básnum þar sem kálfsi litli hafði legið meðan hanh lifði, en nú var hon- um slátrað til jólanna. Tárin runnu ótt og títt niður vangana. Andlitið var útskælt og augun grátbólgin. Siggi sárkendi í brjóst um hann. Annar jólasveinn stóð þar og hallaði sér fram á bálkinn. Hann gat varla hreyft sig fyrir fitu. Illgirnislegt glott lék um varir hans. »Þykir þér það ekki borga sig, að lifa á óþægðinni úr honum Sigga?« spurði sá stóri. »Finst þér ekki gamla konan sjá betur fyrir mér?« Nú! Sigga rak í rogastans. Jólasveinninn hennar ömmu var þá lifandi og þar að auki ekkert annað en ein ístra frá hvirfli til ilja. Þetta var nú heldur ekki nema von, því að í vikunni sem leið hafði amma gefið Sigga utan undir fyrir ekki neitt. Þegar Siggi vaknaði um morguninn, stóðu jólasvein- arnir honum lifandi fyrir hugskotssjónum. Hann fann það vel, að það var honum að kenna, að litli svangi jóla- sveinninn grét. Og eina ráðið til að hjálpa honum var að verða óþægur aftur — verulega óþægur. A efíir gæti hann sagt ömmu frá því, hvers vegna hann væri óþæg- ur, svo að hún yrði ekki vond við hann. Siggi klæddi sig í snatri. Amma hans var sest við rokkinn sinn og hamaðist að spinna. Þá datt Sigga í hug, hvað hann ætti að gera. Fljótur eins og elding stökk hann út og sótti búrbredduna. Þegar hann kom inn aflur, hljóp hann beina leið að rokknum, brá hnífn- um á strengina og skar þá í sundur. Hjólið sveiflaðist með hálfu meiri hraða, en snældan hætti. Amma gamla

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.