Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Blaðsíða 14
236
Ólafur Lárusson:
IÐUNN
Sendir voru sextán menn,
sagan er þessi uppi enn;
riöu þeir heim á ríkan garð,
rausnarlítið erindið varð;
höldar segja að höfuðból þetta heiti Skarð.
Um Þorleif segir biskup þetta:
Einn fór heiman elliraumur
augnaveikur, á gjaldi naumur,
aldrei var hann í orustu frægur,
ýtum þótti ráðaslægur,
sagt hefir jafnan sína vild í svörunum hægur.
Er Þorleifi líklega nokkuð rétt lýst í niðurlagi vísunn-
ar. Þorleifur dó 1558, kominn á áttræðisaldur.
Börn Þorleifs lögmanns voru mörg og eru miklar
ættir af þeim komnar. Ein af dætrum hans hét Sigríður
og ánafnaði Þorleifur henni Skarði í arfleiðsluskrá sinni.
Sigriður Þorleifsdóttir giftist Bjarna syni Odds bónda
Tómassonar í Eskiholti í Ðorgarfirði. Segir sagan að
aldavinur föður hennar, Daði í Snóksdal, hafi komið
þeim ráðahag á, og gefið Bjarna fé til giftingar, Bjarni
og Sigríður bjuggu á Skarði og þar dó Ðjarni 1621.
Sonur Bjarna og Sigríðar var Daði Bjarnason, er
heifinn var eftir Daða í Snóksdal. Daði erfði Skarð eftir
foreldra sína og bjó þar alla æfi. Hann kvæntist Arn-
fríði dóttur Benedikts Halldórssonar á Möðruvöllum.
Daði dó 1633, 67 ára gamall, en Arnfríður kona hans
1647, 78 ára.
Af börnum þeirra Daða og Arnfríðar komst að eins
eift upp, Sigríður, er giftist Birni syni Magnúsar prúða
1 Ogri. Björn var sýslumaður í Barðastrandarsýslu og
bjó í Saurbæ á Rauðasandi. Sigríður varð skammlíf og
dó á undan foreldrum sínum. Attu þau Björn einn son,
Eggert Björnsson, og var hann því einkaerfingi afa síns