Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 24
246 Einar H. Kvaran: ÍÐUNN um. Og sál mín skalf í næðingnum. Og dimmir og daprir skuggar sóttu að henni«. Fóstra hans heldur því fram, að ef við komumst ein- hvern tímann svo lángt að sjá það, að þetta mótlæti sé ekki annað en hégómi, skuggar af hrófatildri heimsk- unnar, þá sjáum við líka, að við séum börn — alveg eins og sögumaður sér það nú, að hann hafi verið barn, þegar marjasinn olli öldugangi í sál hans. S. N. ræðst á mig fyrir þetta. Hann telur þetta vit- lausa og skaðlega skoðun. Eg hafði sannast að segja ekki búist við því, að neinn mundi finna mér það til for- áttu. Allra síst átti eg von á því, að nokkur prófessor kannaðist ekki við að hafa séð það fyr en í »Marjas«. Ef eg hefði fundið þetta upp, þá væri eg mestur spá- maður mannkynsins. Eg get ekki eignað mér þá sæmd. Því að ekki mun fjarri sanni að segja, að þetta sé aðal- kjarninn í öllum hinum háleitari trúarbrögðum verald- arinnar. Það hefir verið trú mannkynsins uni þúsundir ára, að til sé æðra sjónarmið en vort, og að frá því sjónarmiði sjáist staðreyndir lífsins, þar á meðal bölið, í réttara og skærara ljósi en vér getum yfir það varpað. Það hefir verið trú mannkynsins að til sé guð með óendanlegum vitsmunum, og að hann líti að sjálfsögðu annan veg á málefni vor en vér getum á þau litið, með þeim þroska, sem vér höfum. Það hefir verið trú mannkynsins, að til séu verur á æðra íilverustigi en vér erum á, og að þeirra sjónarmið sé líka annað en vort. Það hefir verið trú mannkynsins, að vér komumst sjálfir á það tilveru- stig, að vér lítum á það, sem fyrir oss hefir komið, alt öðrum augum en hér í heimi. I þessu hefir verið fólgin aðalhuggun og aðalstyrkur mannanna öld fram af öld.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.