Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Blaðsíða 40
262
Einar H. Kvaran:
IÐUNN
að haga sér eftir siðferðiskröfum ]esú Krists. S. N. setur
það fram sem sjálfsagða speki, að vér getum ekki fyrir-
gefið öðrum mönnum það, sem vér fyrirgefum ekki sjálf-
um oss. Afleiðingin af því að fyrirgefa öðrum verði
veiklun á kröfunum til sjálfra vor. Eg þori að fullyrða,
að þetta er þveröfugt við hugsun ]esú. Og eg held, að
]esús sé í þessum efnum — eins og í öllum efnum —
vitrari en S. N. Vér vitum mjög miklu meira um sjálfa
oss en aðra. Þó að vér finnum, að frjálsræði vort er
mjög takmarkað, þá förum vér venjulega furðu nærri um
það, við hvað við hefðum getað ráðið. Samviskan er
nokkuð næm, að minsta kosti ef vér leggjum rækt við
hana. Því fer mjög fjarri, að vér getum dæmt aðia af
sams konar þekkingu.
IV.
Eg hefi furðað mig á mörgu í ritgerð S. N., en á
engu jafn-mikið og daðri hans við kristindóminn. Það
sem hann finnur mest að mér, þegar öllu er á botninn
hvolft, er það, að eg hafi hafnað »kristninni« með hugs-
un minni. Eg geri ráð fyrir að með »kristni« eigi hann
við hugsjónir kristninnar. Mér hefir skilist svo, sem aðal-
hugsjónir kristninnar séu þær kenningar, sem ]esús
Kristur hefir flutt mönnunum. Mér er það ekki kunnugt,
að eg hafi hafnað þeim.
En þó að eg hefði hafnað þeim, þá situr það síst á
S. N. af öllum mönnum, sem á íslensku hafa ritað, að
finna mér það til foráttu.
S. N. reynir að gylla hefndarhugann, sem er það, er
]esús Kristur varar sérstaklega við. Hann ófrægir fyrir-
gefningar-hugarfarið, sem ]esús Kristur sérstaklega heimtar.
S. N. boðar tvíveldiskenninguna, eilífan mátt og eilíft
eðli hins illa alveg eins og hins góða. Það er gersam-