Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 6
IDUNN
Roald Amundsen.
Menn furða sig eigi ósjaldan á því, að smáþjóð, eins
og Norðmenn eru, skuli hafa getað lagt jafn góðan skerf
til heimskautarannsókna og raun ber vifni. En hér er
engin ástæða til furðu. Aðstaða Norðmanna til þessara
rannsókna er betri en flestra ef ekki allra þjóða. Álit-
legur hluti norskrar sjómannastéttar stundar íshafsveiðar
— sækir sel og hval á þau mið, sem aðrar þjóðir telja
fífldirfsku að sækja. Þetta hefir myndað sjómannastétt,
sem stendur ef til vill öllum öðrum þjóðum framar í
því, að kunna að etja kappi við einn geigvænlegasta
óvininn á sjó: hafísinn. — Norðmenn eru svo miklir
skíðamenn, að þegar skíðaíþróttin fór að ryðja sér til
rúms hjá þeim þjóðunum, sem annað hvort höfðu van-
rækt hana eða aldrei kunnað, þótti sjálfsagt að hverfa
til Noregs til þess að læra. — Og að síðustu: Norð-
menn eiga enn þá í æðum sínum töluvert af sama blóð-
inu, sem var í forfeðrum þeirra fyrruin daga, þegar þeir
kusu fremur að sigla vestur í æfintýrið og tvísýnuna en
láta marka sér bás heima.
Þetta þrent er undirsfaða þess, að þjóð geti alið
heimskautakönnuði. Tvent hið fyrsta varðar kunnáttu-
skilyrði, sem heimskautakönnuðir geta ekki verið án, ef
þeim á að heppnast. Og hið þriðja ræður um, hvort
þeir þori. — — —
Fri^þjófur Nansen bar nafn Noregs til frægðar víða
um lönd fyrir fjörulíu árum. Árið 1888 vann hann það
þrekvirki, sem öllum þótti mikið í þá daga, að fara yfir
Grænland þvert — á skíðum. Heimurinn tók eftir þessu