Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Qupperneq 10
304
Roald Amundsen.
IÐUNN
þessu einasta flugið yfir norðurheimskautið, frá Evrópu
til Ameríku, spurði blaðamaður einn hann, hvað hann
hygðist nú fyrir að gera næst. Amundsen svaraði: »Eg
hefi nú lokið við öll þau verkefni, sem ég í æsku hafði
ætlað mér að framkvæma, og dálítið meira. Nú er ég
hættur. En ef þið bjóðið mér eitthvert nýtt verkefni,
skal ekki standa á mér«. Honum bauðst það verkefni,
og það varð hans bani, eins og síðar mun verða
sagt frá.
Aðalverkefni »Belgica«-leiðangursins var að ákvarða
legu suðlæga segulskautsins. Við þetta vaknaði ný hugs-
un hjá Amundsen: Það var verkefni fyrir ungan og ötul-
an mann að rannsaka nákvæmlega hvar norðlæga segul-
skautið væri. Menn vissu af áttavitanum í hvaða stefnu
það var, en svo ekki meira. Amundsen vissi það eitt,
að hægt mundi vera að sameina þetta verkefni sitt
bernskudraumi sínum um að komast norðvesturleiðina,
því norður-segulskautið var á næstu grösum við hana.
Þegar hann kom heim úr »Belgica«-förinni, fer hann
undir eins að stunda jarðsegulfræðí, fyrst í Osló og síðan
hjá þýzkum sérfræðingum.
Vorið 1901 ræðst hann í — af litlum efnum — að
kaupa lítið selveiðaskip, sem »Gjöa« hét, norður í Tromsö.
Skipið var gamalt, bygt 1872, og bar að eins 47 smá-
lestir, eða nær helmingi minna en fiskiþilskipin, sem
algeng voru hér um aldamótin. Amundsen þóttist hafa
vit á þess konar skipum frá því hann var hjálpardrengur
á selveiðaranum um árið. Til frekari fullvissu fer hann
þó með skipinu upp að Grænlandi til að reyna það í
ís. Það gefst vel, og Amundsen afræður sína fyrstu för
— á eigin ábyrgð.
»Gjöa«-förin tókst vel. Hinn 17. júní 1903 sigldi
»Gjöa« af höfninni í Osló, með 40000 kr. styrk frá rík-