Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 11
IÐUNN
Roald' Amundsen.
305
inu og nokkuð að auki frá einstökum mönnum, 12. sept.
sama ár var hún komin í ágætt vetrarlægi rétt hjá norð-
læga segulskautinu og dvaldi þar 19 mánuði. Þann tíma
gerði Amundsen margar merkar rannsóknir viðvíkjandi
jarðsegulmagni, en auk þess gerðu leiðangursmenn upp-
drætti af stórum landsvæðum, sem áður voru ókunn.
Vetrarlægið var hér um bil á sömu slóðum og hin
mikla Franklinsför hafði beðið bana á. Hinn 13. ágúst
1905 var lagt upp a ný og að eins 13 dögum síðar var
erfiðasti hluti leiðarinnar að baki, því þá hittu þeir
Amundsen hvalveiðaskip, sem gert hafði verið út af
Dandaríkjamönnum og kom að vestan. Eigi að síður
fengu þeir Amundsen sér annað vetrarlægi áður en þeir
næðu suður í ísleysuna. En 31. ágúst 1906 lá »Gjöa« í
höfn í Nome í Alaska. Fyrsta skipið, sem nokkurntíma
hefir farið leiðina milli Atlantshafs og Kyrrahafs fyrir
norðan Ameríku.
Foringi leiðangursins, Roald Amundsen, hafði heiður-
inn af þessu frábæra ferðalagi og svo förunautar hans.
Þeir voru sjö alls, þegar Iagt var upp frá Osló, en sex
komu til Alaska. Skipverji einn hafði látist á leiðinni,
Gustav Wiik. Sá, sem næstur gekk að völdum foringj-
anum, var Godfred Hansen, skipstjóri sem síðar varð á
»Ceres« og mörgum er að góðu kunnur hér á landi.
Lýkur hér hinni fyrstu frægðarför Roalds Amundsen.
Það var markmiðið með för Nansens, þeirri er fyr var
getið, að láta sig reka með hafís norður í ísbreiður og
komast á þann hátt í námunda við heimskautið. Förin
tókst ekki nema að nokkru leyti. Skip Nansens, hið fræga
íshafsfar »Fram«, komst ekki eins langt norður og gert
hafði verið ráð fyrir. En Nansen skildi við skipið norð-
ur í ís og fór fótgangandi drjúgan spöl norður á bóginn.
Komst hann lengra norður í þeirri för, en nokkrum