Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 13
IÐUNN
Roald Amundsen.
307
að hljóð í strokkinn. Úr því að Amundsen gat ekki
orðið fyrstur, fanst mörgum þeirra, sem vísastir voru
taldir til fjárstyrktar, að nú væri ekki eftir neinu að seil-
ast, og þeir kiptu að sér hendinni.
Þá var það, að Amundsen dettur í hug úrræði, sem
lýsir manninum ef til vill betur en nokkuð annað, sem
æfisaga hans kann frá að segja. Suðurheimskautið var
enn ósnortið af öllum gestagangi. Að fara þangað kost-
aði miklu minni undirbúning en sjö ára ferðin norður í
höf. Og ef hann yrði fyrstur manna til þess að komast
á suðurheimskautið. myndi ekki standa á framlögum til
stóru ferðarinnar. Amundsen afræður ferðina til suður-
heimskautsins, og hún er eins konar aukaatriði eða
undirbúningur hinnar ferðarinnar. En þetta: að skreppa
til suðurheimskautsins til þess að afla sér ferðakostnað-
ar í norðurheimskautsför er svo stór og djörf hugmynd,
að líklega hefði enginn maður nema Amundsen látið sér
detta hana í hug, hvað þá að framkvæma hana.
Amundsen leggur af stað frá Osló í »norðurför« sína
7. júní 1910. Tveir menn í Noregi vissu um ráðagerð
hans og einn maður á skipinu. En þegar »Fram« var
komið til Funchal á Madeira — skipið varð að sigla
suður fyrir Ameríku til þess að komast til Alaska —
segir Amundsen skipverjum frá áformi sínu: að hann
hafi alls ekki útbúnað til þess að leggja í norðurleið-
angurinn mikla, en hafi hugsað sér að fara íil suður-
heimskautsins. Enginn andmælli og svo var haldið suð-
ur í Ross-flóa.
Ferðin til suðurheimskautsins gekk hið ákjósanlegasta.
Við lestur ferðasögunnar finst manni því líkast, að þetta
hafi verið skemtileg gönguför, án allra harmkvæla og
mótlætis. Amundsen komst á heimskautið 14. desember
1911 við fimta mann, eftir tæpra tveggja mánaða ferð