Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 16
310
Roald Amundsen.
IÐUNN
vélinni »Latham« við fimta mann. Síðan hefir ekkert til
hans spurzt, en af leifum, sem rekið hafa af flugvélinni,
þykjast menn geta ráðið, að vélin hafi farist í hafi um
300 kílómetrum fyrir norðan Trömsö.
Svo lauk æfi þess manns, sem margar komandi kyn-
slóðir munu nefna mesta heimskautakönnuð sinnar tíðar.
Skúli Skúlason.
Um þrifnað á Islandi.
Eftir Halldór Kitjan Laxness.
1. Inngangur.
Ég prentaði greinarkorn fyrir þrem misserum í þvj
augnamiði að reyna að sannfæra íslenzka alþýðu um,
að hún ætti að búa í góðum húsakynnum og við rafljós.
Flestum kom saman um, að hugmynd þessi væri hið
mesta hneyksli, en þó fanst mörgum, að hún hlyti að
stafa af veiklun á geðsmunum. Samt stendur sá sann-
leikur óhaggaður, að óvíða sé jafn mikil nauðsyn á full-
komnum húsakynnum eins og í íslenzkum veðraham og
hvergi meiri þörf á rafljósum en í skammdegismyrkri
voru. En um margt láðist að taka fram í ritgerð minni,
Raflýsing sveitanna, eins og t. d. þá staðreynd, að óvíða
er jafn auðhlaupið að því að framleiða rafmagn og á Is-
landi og hvergi jafn mikill leikur að byggja fyrirtaks
hús. Enda hefir enginn sannfært mig um, að neitt sé
því til fyrirstöðu, nema skortur á menningarkröfum, að
nokkur fjölskylda í landinu hafi lélegri híbýlakost en
þriggja herbergja íbúð og eldhús ásamt raflýsingu. Ég