Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 24
318
Um þrifnaö á íslandi.
IÐUNN
fólks. Það er eiíthvað áþekt og vera að sýna hinum for-
dæmdu til himnaríkis út í gegnum glóandi ristarnar neðra.
4. Tannskemdir og fúlmenska.
Þá er að snúa sér að tönnunum í hátfvirtum kjós-
endum. En sá liður er einn hinn örlögþrungnasti í upp-
eldisskorti íslenzkrar alþýðu, hve frámunalega hirðulaus
hún er um tennur sínar. Hvar sem ég hefi umgengist
fólk sömu stéttar í Evrópu og Ameríku, hefi ég þózt
taka eftir því, að eifí af frumboðorðum þess væri hirð-
ing tannanna. Er hneyksli mikið að þetta boðorð skuli
ekki standa á fremstu síðu í hinu krisfilega íslenzka
barnalærdómskveri, og ætti sem fyrst að skjóta því þar
inn, því það er miklu þýðingarmeira en öll hin boðorðin
til samans. I menningarlöndum kenna foreldrar annars
börnum sínum hirðingu munns og tanna um leið og þau
kenna þeim að baða sig.
Oft hefir það haldið fyrir mér vöku, hvílík feikna áhrif
hinar almennu tannskemdir hljóta að hafa á íslenzkt
þjóðlíf yfirleitt, — ekki aðeins á almenna líðan þjóðar-
innar og hversdagslíf, heldur einnig á opinber mál og
stjórnarfar. Það er nefnilega ekki of djarft til orða tekið,
þótt sagt sé, að íslenzkum alþingismönnum sé lyft í
söðul af langþjáðum tannpínusjúklingum. Og í stað þess,
að skoðað sé rækilega upp í hvert þingmannsefni og
úrskurðað af tönnum hans, hvort þinghæfur sé, þá er
það látið viðgangast umtölulaust að þingmeirihluta vorn
skapi Iangþjáðir tannpínusjúklingar. Hafði ég gott tæki-
færi til að rannsaka þetta meðan á þingi stóð 1925. En
þeir sem vita, hvað nýjustu rannsóknir færustu sérfræð-
inga hafa leitt í ljós um áhrif tannskemda á líkama
mannsins og sálarlíf, skilja, hvílikt afskaplegt alvörumál